Brennurnar og Áramótaskaupið drápu óeirðir og drykkjulæti í miðbæ Reykjavíkur.

Af mörgum fyrirbrigðum, sem covid hefur ráðist á, eru áramótabrennurnar meðal þeirra merkustu.

Sú var tíð um miðja síðustu öld að fólk skemmti sér allt öðruvísi á gamlárskvöld en nú tíðkast. 

Haldnir voru fjölsóttir áramótadansleikir þar sem slett var ærlega úr klaufunum í miklu fjöri, en ömmur og afar tóku víða börnin heim til sín yfir nóttina. 

Við lögreglustöðina, sem þá var í Pósthússtræti voru óeirðaunglingar og óeirðaseggit aðsópsmiklir og brutu jafnvel glugga í stöðinni með grjótkasti. 

Á árunum milli 1960 fór þetta að breytast hratt. Farið var að halda áramótabrennur og álfabrennur í öllum hverfum og um allt land, og í staðinn fyrir áramótadansleiki á gamlárskvöld var byrjað að halda vegleg samkvæmi og dansleiki á nýárskvöld, sem sumir urðu svo flottir og dýrir, að talað var um þar væri bara fína fólkið. 

Að hluta til hjálpaði tilkoma íslenska sjónvarpsins og Áramótaskaupsins mikið til og rak smiðshöggið á á miklu og gagngeru breytingu á hátíðarhaldi um áramótin, sem hér hefur verið lýst.   


mbl.is Brennur felldar niður á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Enn eitt kolefnisbullið úr Katrinu og VG

Halldór Jónsson, 18.12.2021 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband