Galli tengiltvinnbíla: Möguleikarnir á að draga ekki nóg úr bensíneyðslu.

Sveigjanleikinn í notkun tengiltvinnbíla eru bæði helsti kostur þeirra og galli. 

Það er kostur að eiga slíkan bíl þar sem hann er langflesta daga ársins hlaðinn heimavið og ekið að mestu fyrir rafmagni.  

En það er jafnframt galli ef menn nýta sér þennan möguleika lítt eða ekki. Ein orsökin getur verið sú að búa úti á landi og aka mikinn þjóðvegaakstur. 

Og flestir tengiltvinnbílarnir hafa innan við 50 kílómetra drægni á hleðslunni.  

Síðuhafi þekkir mann á Akureyri sem fer nokkrar ferðir árlega til Reykjavíkur og bölvar því í þeim ferðum, að bensíneyðsla bílsins er meiri en hún hefði verið á hreinum bensínbíl. 

Drægni hreinna rafbíla fer enn vaxandi og bæði fjölgar hleðslstöðvunum fyrir þá og fjölbreytnin eykst á afköstum hleðslustöðvanna. 

Því er eðilegt að það komi að því að stíga orkuskiptaskrefið til fulls. 

"Það er tími til kominn að tengja..." eins og Bjarni Hafþór orti. 


mbl.is Ívilnun tengiltvinnbíla felld niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Stærsti kosturinn við tengitvinbílinn með tilit til uhmverfismengunar er að hann er að nýta battreríið margfalt betrur en 100% rafmagnsbíll, sem ferðast allt árið með 500 kg rafhlöðu sem örsjaldan er nýtt. 

Við rákum 4x4 bensín bíl sem skipt var út fyrir 4x4 tengitvinnabíll í sumar. Ég nota þessa bíla í allt, draga kerrur í öllum stærðum, ferðalög og innanbæjar snatt. Meðaleyðslan virðis mér að hafi farið úr 20 l/100km niður í minna en 5 að meðaltali.

Við erum líka með 40 KWh Leaf sem kom í staðin fyrir lítinn bensínbíl. þó hann eyði O lítrum þá er hann að koma í staðin fyrir bíla sem eyddu bara 6 l /100km að jafnaði. (Færi niður í 3 lítra með nýjum tvinbíl og undir 1 með tengitvinnbíl).  Leaf er fínn innanbæjar, en mjög, mjög lagt frá því að vera nothæfur sem eini bíll á mínu heimili í það minnsta. Hann er líka hlutfallslega minna notaður. Ég gat skottist út á land vegna vinnu á bensínbílunum en ég nenni ekki að nota Leaf þegar þarf að fara lengra en Selfoss/Akranes. Hraðhleðslustöðvar eru alls ekki boðleg "lausn" fyrr vinnandi fólk.

Guðmundur Jónsson, 18.12.2021 kl. 11:27

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Umferðin í siðustu viku i Hrútafirði var úm 700 meðaltal bilar a dag.yfir 1400 bilar a dag þegar mest var. Það þarf að bæta verulega við hleðslustöðvar á svæðinu fra Borganesi til Varmahliðar ef stór hluti af bilunum þurfi hleðslu einu sinni á leiðinni. Stór hluti af rafbilunum eru nokkuð öruggir með sig í Staðaskála og Viðihlið, Þar eru fáar stöðvar til hleðslu, nema hja Teslu 8 hleðslur og ætli séu ekki 8-10 i viðbót fra öðrum. 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 18.12.2021 kl. 13:43

3 identicon

 Þaið eruð allir úrtölumenn fyrir utan Ómar. Tengitvinnbíll er ekkert annað en lélegt bjórlíki!

Ragnar Þ. Þóroddsson (IP-tala skráð) 18.12.2021 kl. 14:08

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Guðmundur Jónsson talar af reynslu.

Tengitvinnbílar eru millistig í orkuskiptunum. Stjórnmálamenn eru með því afnema tímabundið gjöld og skatta að ýta á að menn endurnýi sína bíla sem hreina rafbíla, með innlendum orkugjafa. Rafbílar eru mun skemmtilegri í akstri, hvað sem verður ofan á í þessari framþróun.

Sigurður Antonsson, 18.12.2021 kl. 17:07

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bendi á, að ég segi hér að ofan að það sé kostur hve vel sé hægt að nýta tengiltvinnbíla þar sem áhugi eigenda og aðstæður hjálpa til við nýta hleðslumöguleikana heima við og í borginni. 

Sveigjanleikinn í notkuninni geti hins vegar verið galli þegar annað hvort eða hvort tveggja, áhugaleysi eigenda eða óhagstæðar aðstæður, ráða ríkjum.  

Ómar Ragnarsson, 18.12.2021 kl. 18:46

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það þarf að útskýra þá alhæfingu að rafhlaðan í rafbíl sé "örsjaldan nýtt", en samt þurfi hann að dragnast með hana allt árið. 

Ómar Ragnarsson, 18.12.2021 kl. 18:51

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Útskýringin er eiginlega í því sem á eftir fór. 

En önnur útskýring mundi vera svona.

ímyndum okkur Hjón með 1 bíl sem þau nota dalega 50 km til vinnu í Reykjavík.  Þau fara tvisvar á ári til ættmenna á Þórshöfn og hringinn með hjólhýsi einu sinn á sumri.

Tengitvinnabíll TTB sem gæti hentað þeim ágætlega er 1,8 tonna Hyundai Tucson 4x4 með 15KWh rafhlöðu um 50 km drægi á rafmagni og 600 á 40 lítrum af bensíni. bensínið og rafhlaðan vega samtals um 130kg og auðvelt er að hafa 50 lítra auka ef á þarf að halda sem mund lengja drægið í 1400 km. 

Þessi hjón kæmust allt sem þau þurfa á þessum bíl og rafhlaðan í honum mundi vera að nýtast til fulls alla daga við að kom í veg fyrir bruna á bensíni. Eina bensínið sem þau þurfa er í ferðum út á land.

Rafmagnsbíll RB sem fer eitthvað nálegt þessu er ekki til en Kia AW6 fer eitthvða af stað. Hann er 2,2 tonn og á að heita með 520km drægi, sem er um 300 km í haust rigningu og fer miður i 100 km í þæfingsfærð og mótvindi. Rafhlaðan í honum er 75 KWh og líklega nálægt 600 kg. 

það er alveg hægt að fara á svona bíl til Þórshafnar í jólaboð en það kostar áræðni og skipulag og ekki skemmtiferð nema fyrir srévitringa. Það er líka hægt að komst hringinn með stórt hjólhýsi en það er klárleg ekki heldur skemmtiferð.

En alla hina daganna notast bara 18 KWh af rafhlöðunni því það þarf ekki meir til að koma 2,2 tonna bíl og frá vinnu. Tæknilega er þá búið að framleiða 57 KWh af rafhlöðu sem kostar mikla orku(olíu) sem nýtist nstum ekkert til að minka bruna á olíu. 

Guðmundur Jónsson, 18.12.2021 kl. 20:57

8 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sammála Guðmundi.

Hef svipaða reynslu af því að nota rafbíll ef ekið er t.d. 100 til 200 km á dag. Tengitvinnbíll er einnig góður fyrir minni vegalengdir á einum degi, eins Mitsubishi Outlander ( Benz merki Japana )sem endurhleður sig t.d. niður brekkur og kemst því lengra. Bæði raf og tvinnbílar eru mun auðveldari í akstri og fljótra að fara á milli staða en á venjulegum bensín eða dísilbíl. Viðbragðsfljótari og liprari í mikilli umferð að ekki sé talað um þar sem vegir eru með mörgum akreinum. Nær hljóðlausir svifdrekar sem ekki þurfa smurolíur eða olíu eða bremsuborðaskipti. Í raun bylting í akstri.

Sigurður Antonsson, 18.12.2021 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband