18.12.2021 | 20:32
Heildaráhrifin hljóta að vega þungt.
Niðurstöður helstu prófana á vetrardekkjum hafa leitt í ljós að við mjög sérstakar aðstæður, á regnblautu svelli, séu þau með með betra grip en önnur ónelgld dekk.
En þar með er ekki öll sagan sögð. Nefna má nokkra mínusa, sem hugsanlega vega þyngra samanlagt en þessi plús.
1. Naglarnir slíta götunum langmest og valda því að strax þegar þau eru sett á á haustin fara að koma dagar, þar esm er heilsuspillandi svifryk þegar loft er þurrt, en tjörublandað rakt loft þegar blautt er, sem sest á farartækin og baða þau tjöru.
2. Þetta veldur því að götur verða hálar af tjörukenndu lagi, og það bitnar á öllum farartækjum, líka bílunum á nagladekkjunum.
3. Afleiðingar: Lengri hemlunarvegalengdir, verri stýriseiginleikar allra bíla í meira en 95 prósentum af vetrartímanum. .s
4. Verri virkni hjá rúðuþurrkum, verra útsýni út um framrúðuna á öllum bílaflotanum.
5. Stóraukið slit á malbiki og myndun vatnsfylltra hjólfara þar sem bílar geta "flotið upp" og skautað stjórnlausir á vatninu.
6. Ökumenn jöklajeppa vita, að á glæru jökulsvelli getur orðið það hált að dekkin verði að vera negld og það á við um alla árstíma á fjöllum.
En þeir vita líka um skaðsemi sleipra dekkja af tjöru, og tjöruþvo dekkin um leið og komið er af malbikinu út á malarvegi og vegleysur.
.
Naglana burt og starfsfólk í nám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steypa allar götur og þjóðvegi, málið dautt.
Með nutima tækni ætti endingin að fara langt fram úr endindingunni a 50 ára veginum i Kollafirði
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 18.12.2021 kl. 21:23
Ja hérna Hallgrímur
ég hélt að enginn myndi efir þessu.
Gunnar Ingi Birgisson lét steypa 14 cm þykkan veg fram hjá Sáralindinni fyrir meira en 20 árum Þessi vegur hefur ekki slitnað að því að séð verður að neinu marki og þar er því ekkert svifrik af nagladekkjum. Heldur ekki í Kollafirði eftir hálfa öld.Það vill bara enginn muna þetta.
Ég er á tveggja tonna Cadillac bíl. Mér dettur ekki í huga að hreyfa hann öðru visi en negldan hringinn og þá er ég öruggur alltaf. Þarf ekkert að spekúlera daglega eins og Ómar lýsir, þvæ aldrei dekk eða svoleiðis.
Nei bara málalemgingar og naglabull eins og Ómar lysir Enga skynsemi og gera ódýrari slitlög
Steypa, naglar allt pottþétt, ekkert vesen, ódýrari gata og ekkert húmbúkk. Af hverju má ekki gera þetta svona?Nei unnflutt handónýt tjara
Halldór Jónsson, 19.12.2021 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.