"Jólastemning" kallast á viđ reginöflin.

Rauđur er litur jólanna og nú eru rauđ jól ţar sem viđ mannfólkiđ rćktum međ okkur jólastemningu međ kćrum kveđjum og óskum.

En rauđur er líka litur eimyrjunnar sem nú ţrýstir sér upp á viđ nokkra kílómetra norđaustur af Grindavík. 

Ţetta minnir á ađ rćktun ćđruleysis og trúar er nauđsynlegst ţegar viđ erum minnt svona rćkilega á ógnir undirdjúpanna. 

Međ kćrum jólakvćđjum er hér textinn "Jólastemning" viđ lagiđ "Christmas time is near" sem er ađ finna á plötunni "Jólalög" sem Sinfóníuhljómsveit Íslands gaf út fyrir sex árum, ţar sem Bernhard Wilkinson stjórnađi hljómsveitinni, Margrét Pálmadóttir stjórnađi í Stúlknakór Reykjavíkur og Hulda Björk Garđarsdóttir söng einsöng.  

 

JÓLASTEMNING. 

 

Jólastemning er 

yfir öllu hér; 

gleđitíđ, sem börnin blíđ

nú biđja´ađ veitist sér. 

 

Snjókorn blćrinn ber. 

Bođskap flytja mér 

dýrđarsöngvar dćgrin löng, 

sem dilla mér og ţér. 

 

Sögur, ljós og ljóđ

ljúft viđ tónaflóđ. 

Mitt í dróma myrkurs ljómar 

minninganna glóđ. 

 

Jólastemning ber

birtu, ósk mín er, 

ađ alla tíđ, já ár og síđ

allt áriđ ríki´hún hér; 

 

ađ einlćg gleđi´og ástargeđ

ć gćfist mér og ţér.

 

p.s.  Á tónlistarmyndbandinu á facebook síđu minni er í lok 3. erindis lesiđ "...minninganna flóđ."  En á ađ vera  "...minninganna glóđ."

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2  

 


mbl.is Skjálftinn var 4,7 ađ stćrđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríđur B Svavarsdóttir

Gleđilega hátíđ kćru vinir elsku Ómar og Helga. Fallegt er jólaljóđiđ ţitt Ómar. Ţú klikkar ekki ţó ađ árin tifi. Hér á borđinu hjá mér er bók sem heitir Sumargleđin og önnur sem heitir Guđni. Hlakka til ađ skođa hana og lesa. Hafiđ ţađ gott kćru hjón. Jólafađmlag sent og kćr kveđja  frá Siggu Svavars 

Sigríđur B Svavarsdóttir, 25.12.2021 kl. 09:55

2 identicon

Fallegt!

Var ađ hlusta á messu í sjónvarpi og ţó ekki en rauk upp og ađ skjánum ţegar ég heyrđi sérlega fallegt lag. 

Grufl og grúsk leiddi í ljós ađ ţetta var "Bćn einstćđingsins" lag eftir Ómar Ragnarsson og texti eftir ţá Gísla á Uppsölum. 

Svona getur mađur nú stundum veriđ lengi ađ kveikja. 

Sérlega fallegt í flutningi kórs Langholtskirkju. 

https://www.youtube.com/watch?v=D38m6S6NGVA

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráđ) 25.12.2021 kl. 13:59

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir ţetta. 

Smá leiđrétting vegna algengs misskilnings. 

Ljóđiđ, sem sungiđ er, er samsett af sex ferskeytlum og ţremur tengingum. 

Tvćr ferskeytlurnar eru eftir Gísla og voru samdar sitt í hvoru lagi međ nokkru millibili í tíma, án tengingar. 

Ţessar ferskeytlur eru, sú fyrri hringhenda:  

Jólin fćra friđ til manns; 

fegurđ nćra hjarta. 

Ljósiđ kćra lausnarans

ljómar skćra, bjarta. 

Ljúfi drottinn, lýstu mér, 

svo lífsins veg ég finni. 

Láttu ćtíđ ljós frá ţér

ljóma´í sálu minni. 

Ţessar tvćr ferskeytlur eftir Gísla gáfu tilefni til ađ samiđ yrđi lag fyrir sjónvarpsţátt um útlaga, ţar sem ţćr yrđu settar í samhengi viđ nauđsynlega viđbót í texta, sem varđ rúmlega ţrisvar sinnum lengri. Nánar tiltekiđ jafn langt og fjórar og hálf ferskeytla.  

Frá minni hálfu fór ţví ţetta í hendur Gunnars Gunnarssonar, sem útsetti lagiđ, međ ţessari höfundarlýsingu:   Lag: Ómar Ragnarsson. Ljóđ: Omar Ragnarsson og Gísli á Uppsölum. 

Án vísnanna tveggja hefđu hvorki lag né ljóđiđ í heild orđiđ til. 

Ómar Ragnarsson, 25.12.2021 kl. 16:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband