"Íslenskt samfélag gæti þurft að glíma við heilsufarsvá og margskyns tjón um aldir."

Þetta er inntakið í lokaorðum Ara Trausta Guðmundssonar jarðfræðings í stórgóðri bók hans og Ragnars TH. Sigurðssonar ljósmyndara um jarðelda á Reykjanesskaga. 

Þótt nú gjósi aðeins í einu af fjórum megin eldstöðvakerfum skagans, gætu hin vaknað til lífsins á næstu öldum. 

"Þetta má ráða af sögu eldvirkninnar í þúsund ár og þá sérstaklega ef litið er til virknisskeiða í þremur af fjórum eldstöðvakerfum skagans" segir Ari Trausti ennfremur og orð hans ríma við það sem sett var fram hér á síðunni strax við upphaf "Fagradalselda." 


mbl.is Skjálfti upp á 3,5
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband