27.12.2021 | 08:41
Sjálfbær þróun!? Endurnýjanleg og hrein orka!? Já, líka í öllum virkjunum!
Fyrsti pistillinn á þessari bloggsíðu fyrir fjórtán árum fjallaði um það stóra verkefni að vinda ofan af stærstu rányrkju Íslandssögunnar sem fólst í hrikalega "ágengri orkuöflun" í gufaaflsvirkjunum á Reyijanesskaga.
Nú, fjórtán árum síðar hefur lítið sem ekkert breyst í þessum efnum og í stað þess að standa við stór orð, eins og núverandi umhverfisráðherra talar um, eru helstu ráðamenn heimsins leiddir til þess að vitna um hið gagnstæða við þessar virkjanir, stundum daglega eins og gerðist á tímabili síðastliðið haust.
Í nýlegri Þeystareykjavirkjun fyrir norðan ýjaði forstjóri Landsvirkjunar að því að í stað þess að þar risi 300 megavatta gufuaflsvirkjun eins og syðra, væru 90 megavött látin nægja.
Þar kvað við annan tón en hafði verið hjá heitustu virkjanasinnunum, sem hrópuðu hástöfum á ráðstefnum: "Þúsund megavött! Þúsund megavött!"
Nýlega hrópaði sveitarstjóri ÖLfushrepps líka "þúsund megavött! Þúsund megavött!" í frétt á Stöð 2 og því var fylgt eftir með orðunum "Þúsund megavött", skráðum risaletri yfir þveran skjáinn.
Að "Ísland leiði sjálfbæra orkuþróun" eru orðin tóm meðan þetta ástand, sem varað hefur alla þessa öld fram að þessu, verður óbreytt.
Ísland leiði sjálfbæra orkuþróun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held við ættum að hugsa svolítið til framtíðar, þess vegna segi ég "Tvö þúsund megavött! Tvö þúsund megavött!" Gleðilegt ár Ómar.
Rafn Haraldur Sigurðsson, 27.12.2021 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.