28.12.2021 | 15:41
Forspáin, að geimurinn verði of lítill og rýmið þrætuefli, að rætast?
Hernaðarátök í geimnum og geimvarnaráætlun Reagans, oft kölluð stjörnustríðsáætlun, urðu að þrætuepli á Reykavíkurfundi Gorbatjofs og Reagans 1986.
Rætt var um að geimurinn væri að verða of lítill og að kapphlaup um rými, svo sem um lífsrýmið á dögum Hitlers, gæti hleypt geimstíði af stað.
Donald Trump vildi stofna sérstakan geimher Bandaríkjanna, sem gætu með því orðið drottnandi í sólkerfinu í krafti kjöorðsins "gerum Bandaríkin mikilfengleg á ný!".
Er ekki nóg af deiluefnum og hættu á stríðsátökum þótt sjálfur geimurinn bætist ekki við?
Eða mun forspáin um geimstríð verða að veruleika?
Gervihnettir Musks valda usla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að eðli mannsins verði alltaf það sama, gott og illt í senn, þannig að óhjákvæmilegt sé að maðurinn færi stríðsrekstur sinn út til geimsins.
Það var merkilegur og frekar jákvæður andi í heiminum 1986, þegar stórveldarisarnir sömdu frið. Á þeim tímum var Nýaldarbyltingin að ryðja sér til rúms og andleg málefni í tízku. Það held ég að hafi hjálpað til við að kærleiksríkari nálgun var í boði. Svo breyttist það aftur. Merkilegir tímar og þessi fundur Reagans og Gorbatjofs.
Þessi orð Trumps koma mér ekki á óvart. Ég er raunar sannfærður um að geimstríð séu stöðugt háð á öðrum hnöttum, enda lýsi trúarbrögðin slíkum stríðum, svo ég get vitnað í Erich von Däniken með það og hans bækur.
En það er hægt að taka undir það að við eigum nóg með okkur og ættum að leysa okkar vandamál frekar en að rífast um geimsvæði.
En hugmynd Trumps um bandarískan geimher held ég að eigi sér dýpri rætur, allt til bókmenntanna sem skrifaðar voru á 20. öldinni, eins og um Tom Swift, barnabækur og fleiri, þar sem ævintýrum Bandaríkjamanna er lýst í geimnum, og þeim ekkert ómögulegt.
Bandarísk þjóðerniskennd er merkilegt fyrirbæri, og þeir hafa þessi einstöku tækifæri til að rækta hana og koma á framfæri með Hollywood.
En það er alveg eftir öðru að á meðan allt er að fara til fjandans út af mengun á jörðinni eru menn með draumóra um landvinninga fjarri.
Annars er þetta góður pistill sem vekur ýmsar hugmyndir og setur í samhengi margt.
Ingólfur Sigurðsson, 28.12.2021 kl. 18:25
Sæll Ómar.
Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær
menn munu takast á um heimingeiminn.
Ástæðan er einföld: Jörðin er of lítil og hýsir ekki
til lengdar öllu meir.
Nærtækastur er þá Mars í okkar sólkerfi enda mun meira
vatn þar en nokkru sinni á tunglinu.
En skammt undan þeim tilraunum verður svo kapphlaupið um
að komast til annarra sólkerfa.
Á okkar tíð er þetta allt fjarlægt en auðvitað bíður þetta síns tíma
og sá tími er hreint ekkert fjarlægur.
Að vísu þá hafa menn getað gengið að því sem vísu að jörðin
leitað jafnan jafnvægis en ef til vill er það sú hugmynd sem lifað hefur
öldum saman ásamt annarri vitneskju um gang himintungla að víkja fyrir þeim nöturlega sannleika að jörðin er einfaldlega of lítil og þess verði krafist
af risaveldum að grípa til sinna ráða.
Á þessum tíma má búast við að Kína verði raunverulega, hvernig sem á er litið,
mesta stórveldi heimsins.
---
Loftslagsvitleysan verður aldre annað en það sem höfundar hennar
ætluðust til, - tæki stjórnvalda og elítunnar til að hrifsa til sín
bróðurpartinn af tekjum þjóðarinnar til að mylja undir sjálft sig
og nytsama sakleysinga til að viðhalda völdum um tíma og eilífð.
Það tekst vitanlega ekki og munu þeir er nú sitja við kjötkatlana
þeytast sextíu kílómetra frá þeim og á tírætt dýpið
þegar bytlting öreiganna veltir borðum víxlaranna!
Húsari. (IP-tala skráð) 28.12.2021 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.