Athyglisverðar skoðanakannanir fyrr og nú. "Vvgrænir?"

Skoðanakannanir birta oft sérkennilegar og jafnvel torskildar tölur. Þegar Kárahnjúkadeilan stóð sem hæst kom í ljós í skoðanakönnun, að þriðjungur þeirra, sem þá sögðust fylgja Vinstri grænum voru samt samþykkir virkjuninni.  

Hins vegar skiptust fylgjandur Sjálfstæðisflokksins í tvo álíka stóra hópa í þessu máli í þessari skoðanakönnun, og ef litið er á höfðatöluna, var þessi helmingur Sjálfstæðisflokksfylgjena  langstærsti flokkspólitíski hópurinn meðal andastæðinga virkjunarinnar. 

Þegar Stjórnarskrárfélagið kannaði hug ráðamanna flokkanna sem voru í framboði 2016 kom í ljóa, að fylgi við nýja stjórnarskrá sem tæki mið af þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012, var einna minnst hjá Vinstri grænum. 

Ógöngurnar í stjórnarskrármálinu síðan þá ættu því ekki að koma á óvart. 

Í nýrri skoðanakönnun kemur í ljós að 85 prósent þeirra, sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eru ánægðir með nýju stjórnina og stefnu hennar; langtum hrifnari en fylgjendur hinna stjórnarflokkanna. 

Ástæðan gæti verið sú, að í nýju stjórninni láta Vinstri grænir af hendi tvö þau ráðuneyti, sem hver grænn vinstri flokkur myndi telja mikilvægust, umhverfisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið; og í ofaánlag fær flokkurinn á hinum enda stjórnmálanna þetta lykilráðuneyti. 

Þegar Ögmundur Jónasson orðar það nú að  Vg þurfi að skipta um nafn, þarf raunar ekki mikið til, heldur einungus að bæta einum staf við í skammstöfunina:  " Vvgrænir - Varla vinstri grænir." 


mbl.is Ögmundur spinnur rauðan þráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það hefur nú komið fyrir að maður hefur lent í "úrtaki" en þessar spurningar snúast mjög um að setja fólk í litla kassa.

Hvaða menntun hefur þú, hvað hefur í tekjur, hvaða flokk kýst þú, drekkur þú kaffi borðar þú hafragraut, hvernig bíl átt þú

Grímur Kjartansson, 29.12.2021 kl. 14:59

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Kárahnjúkavirkjun var virkjun fyrir grænt ál og atvinnu við frammleiðslu álsins

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 29.12.2021 kl. 22:06

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Séð var til þess að fyrsti áfangi rammaáætlunar yrði ekki birtur fyrr en búið var að skrifa undir samninga um virkjunina og byrja á framkvæmdum. 

Í þessum 1. áfanga kom fram að tvær virkjanir, Kárahnjúkavirkjun og virkjun Jökulsár á Fjöllun voru langverstu virkjanir sem hægt var að fara í á Islandi hvað snerti óafturkræf neikvæð áhrif og umhverfisspjöll. 

Virkjunin er ekki sjálfbær með endurnýjanlega orku, því að miðlunarlónin fyllast af auri. 

Ómar Ragnarsson, 30.12.2021 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband