Stefnan á valdarán var tekin löngu fyrir árásina á þinghúsið.

Ef farið er í gegnum ummæli, stöðumat og viðbrögð forsetaframbjóðendanna tveggja fyrir kosningarnar 2020 sést, að grunnurinn að árásinni á þinghúsinu var strax lagður mörgum vikum fyrr. 

Þa strax byrjaði Trump að ýja að því að valdarán gæti orðið nauðsynlegt og hafði raunar sagt svipað fjórum árum fyrr í baráttunni við Hillary Clinton, að úrslit þeirra kosninga gæti kallað fram aðgerðir til að snúa þeim við. 

Í það skiptið vann hann sigur hvort eð var og það þurfti ekki að koma til þessa. 

Söngur Trumps um væntanlegan "stuld aldarinnar" og mesta glæp allra tíma" hófst strax í sjónvarpskappræðunum og Trump var spurður hvort hann ætlaði að hafa sama háttinn á og 2016.

Fyrst færðist hann undan þvi að svara, en þegar gengið var eftir svari,  horfði beint framan í sjónvarpsvélarnar í augu hörðustu aðdáenda sinna, baráttumanna fyrir sem mestri byssueign, minnti þá enn einu sinni á stjórnarskrárvarinn rétt þeirra til að eiga og nota byssur, og sagði við þá: "verið tilbúnir og bíðið átekta." 

Fyrirfram varð fljótt ljóst, að vegna covid og deilna um farsóttina myndu fylgjendur Bidens frekar en fylgjendur Trumps nýta sér réttinn til að greiða atkvæði utan kjörstaða, og sú varð raunin. 

Atkvæðin á kjörstað komu fyrst inn í talningunni, en atkvæði utankjörstaðar síðar. Fyrirsjáanlegt var því það, sem virtist koma fylgimönnum Trump á óvart, en hefði ekki átt að gera það. 

Þeir túlkuðu hins vegar þennan mun sem enn eina sönnun þess að rangt hefði verið haft við. 

Á einum tímapunkti hvatti Trump sína fylgjendur til þess að kjósa eins oft og þeir gætu. 

Ef þeir hefðu almennt gert það, hefði póstþjónustan sprungið, en Trump hafði einmitt dregið úr stuðningi við hana. 

Hvað eftir annað mátti litlu muna að illa færi 6. janúar 2021, það er lítill vafi á því.


mbl.is Bandaríkin á brún hyldýpis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í nokkrum fylkjum var kjörsókn meiri en 100%, og atkvæði greidd Biden komu í tölfræðilega ólíklegum kyppum.

Fjöldi látinn reyndist síðar hafa greitt atkvæði, svo og erlendir ríkisborgarar.

Ekkert spúkí við það, eða hvað?

Allir nema heilaþvegnustu menn sjá í gegnum þetta.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.1.2022 kl. 18:01

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það var klárlega stórslys að Appelsínuguli trúðurinn varð forseti 2016. Til allra hamingju tókst hetjunum þínum með harðfylgi að laga það 2020 Ómar.

Hérna er viðtal við höfuðpörin að árásinni.

https://www.youtube.com/watch?v=Xwdkng6ZGp8

Guðmundur Jónsson, 6.1.2022 kl. 19:43

3 identicon

Sæll Ómar,
Ekki stóð hann Trump karlinn fyrir þessu valdaráni í Úkraínu á sínum tíma, en stjórnvöldum í Bandaríkjunum skipulögðu það og koma þessu valdaráni öllu saman af stað, svo og eru til upptökur af þeim merkilegu samtölum. Þar sem að stjórnvöld í Bandaríkjunum fjármögnuðu þetta valdarán og skipuð síðan menn í nýja ríkisstjórn landsins.     
KV.
F**k the EU,' US envoy says in leaked recording
Brussels, Kyiv, Moscow React To Leaked Nuland Phone Call
"Madame Nuland doesn't only swear. She also gives detailed instructions on how the three puppets from Kyiv's Maidan should act."(https://www.rferl.org/a/nuland-russia-eu-ukraine-reaction/25256828.html)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2022 kl. 21:34

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, ég tek undir með Ómari - vona að öfgasinnaðir kjósendur Bidens fái aldrei aftur tækifæri til að koma af stað óeirðum og ryðjast inn í þinghúsið með ofbeldi.

JAN 6 REMEMBERED: IGNORED BY THE MEDIA ELITES AND FBI: List of 20 Individuals at the Capitol on January 6th – All Appear to be Connected to Antifa or Far Left Groups

Theódór Norðkvist, 7.1.2022 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband