Taekvando er bardagaíþrótt og ekki síður þekkt erlendis en júdó og handbolti.

Það var mikið nýjabrum af því þegar Bjarni Friðriksson hreppti bronsverðlaun í sínum þyngdarflokki í júdó 1984. Okkur Íslendingum hættir til að gleyma því að fjölmargar íþróttir eru jafn útbreiddar og þekktar á heimsvísu ekki síður en handbolti.

Það er skemmtilegt að öld eftir að Jóhann Þ. Jósepsson varð afreksmaður á heimmælikvarða í grísk-rómverskri glímu og efnaðist vel af því, skuli hliðstætt ævintýri kornungs Íslendings hugsanlega að vera í uppsiglingu.   


mbl.is Íslendingur valinn í breska landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Þetta á væntanlega að vera Jóhannes Jósefsson, ekki Jóhann.

Stefán (IP-tala skráð) 12.1.2022 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband