Einu sinni fóru Íslendingar illa vegna magapestar á stórmóti.

Hið nýja viðfangsefni, kórónuveikin á EM, er ekki alveg nýtt.  Ef rétt er munað, var það á EM, sem haldið var í Austur-Þýskalandi fyrir rúmum fjórum áratugum, sem mestallt liðið, sem var afar vel mannað, veiktist illa að einhverri magapest, og var svo mjög slegið út af laginu, að allir draumar um að komast áfram, voru slegnir af borðinu. 

Björgvin Páll Gústafsson hefur átt afar góðan leik á mótinu nú meðan hann er á brott, er því afar viðkvæm staða komin upp í vörninni. 

Ólafur Guðmundsson hefur leikið stórt hlutverk varðandi það að útfæra vel æfðar breytingar á sóknarleiknum.  

Öll forföll valda vandræðum hjá liðinu, sem gætu verið meiri en ella vegna þess að þetta landslið hefur átt afar vel útfærðar æfingar á mismunandi leikaðferðum, og kom það til dæmis vel í ljós í leiknum við Ungverja, þar sem Janus var sendur inn á til að vera potturinn og pannan í breyttum sóknarleik, sem beit vel á Ungverjana. 


mbl.is Veiran tækluð eins og hver annar leikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband