Nú er verið að hnykla vöðvana. Skapa sér sterkari samningsaðstöðu.

Eins barnalegt og það getur hljómað að eitt helsta atriði í herfræði og samningatækni sé "að hnykla vöðvana", þá er það nú samt mikils virði meðan menn eru í samningastöðu að þeir skapi sér nógu sterka aðstöðu til að spila úr. 

Með þessum augum má líta á vaxandi liðssafnað Rússa við landmæri Úkraínu, sem hluta af stöðubaráttu í stíl við það sem gerist á skákborði. 

En í því felst samt einnig ein mesta hættan. Hún er sú að eftir því sem liðssafnaðurin verður meiri og þar með vopnabúnaðurinn, vex hættan á því að annar eða báðir aðilar spennunnar missi stjórn á atburðarásinni og að stjórnlaus og stigvaxandi hernaður taki öll völd.  


mbl.is Innrás Rússa vofir yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Getur ukrain ekki verið hlutlaus og hagnast þannig?&⁷

Halldór Jónsson, 21.1.2022 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband