Shönbach knúinn til að segja af sér vegna raunsæislegra ummæla.

Rússar fórnuðu tugþúsundum hermanna í Krímstríðinu um miðja 19. öld og milljónum hermanna í Seinni heimsstyrjöldina í hernaðinum vegna yfirráða á þessum mikilvæga skaga við norðanvert Svartahaf. 

Á fyrri hluta sjöunda áratugarins förlaðist Nikita Krústjoff mjög tökin á stjórn Sovétríkjanna, vanmat stjórnvisku og staðfestu Kennedys í Kúbudeilunni, stóð fyrir hrikalegum umhverfismistökum í landbúnaðar- og stórframkvæmdum og sýndi mikla skammsýni þegar hann hreinlega "gaf" Úkraínumönnum Krímskagann til að efla samstöðu Sovétlýðveldanna. 

Þegar vesturveldin stefndu leynt og ljóst að því að kippa Úkraínu inn í ESB og NATÓ var Pútín nóg boðið og hernam Krímskagann auk þess að standa að baki uppreisn á hinu auðlindaríka Donbass svæði í austurhluta Úkraínu. 

Af þeim ummælum, sem Schönbach aðmíráll er nú snupraður fyrir eru ummælin um Krímskagann hins vegar aðeins raunsæ og eðlileg í ljósi sögunnar. 

Það er fullkomlega óraunsætt að ætla að Rússar muni gefa frá sér Krímskagann í annað sinn. 

Sú tilfærsla Krústjoffs fól í sér mistök og verða ekki endurtekin. 


mbl.is Segir af sér vegna ummæla um Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En þrátt fyrir allt þá er það nú viðurkennt í dag af öllum réttsýnum mönnum að fólkið í þessum löndum á að ráða, ekki leiðtogar annarra ríkja. Einræðisherrar eru ekki inni á tuttugustu og fyrstu öldinni.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2022 kl. 15:16

2 Smámynd: Hörður Þormar

Það skiptir miklu máli við hverja er samið. Mér dettur nú í hug München samningurinn um Súdetahéruðin. Var krafa Hitlers kannski ekki réttlætanleg?

Hitler og Pútin eru ólíkir menn en eiga það þó báðir sameigininlegt að þurft að horfa upp á stórveldi, þar sem þeir voru stoltir þegnar, liðast í sundur. Báðir hafa alið draum í brjósti um að endurreisa þessi stórveldi, ef ekki með samningum þá með valdi, lái þeim hver sem vill.

Auðvitað er Pútin miklu yfirvegaði maður heldur en Hitler, en honum er tamt að vera með vopnaskak. Hann beitti hervaldi, bæði í Georgíu og Úkraínu. Hefur hann látið staðar numið?

Hörður Þormar, 23.1.2022 kl. 18:22

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Horfði á viðtal í Silfri Egils frá í morgun
Viðmælandi Egils var með mjög sannfærandi álit á stöðu mála í Úkraínu og fl

Grímur Kjartansson, 23.1.2022 kl. 18:47

4 identicon

Sæll Ómar; sem og þið aðrir, gestir Ómars !

Sköruglega mælt; af þinni hálfu Ómar svo sem vænta mátti, í einu alvöru mesta máli, okkar samtíma.

Jósef Smári !

Krímverjar sjálfir; ákváðu í atkvæðagreiðzlu sinni, árið 2014, að sameinast Rússneska Sambandslýðveldinu misminni mig ekki, ágæti drengur.

Allt; aftur til Fornaldarinnar, hefur mátt deila um einræðis / tvíræðis eða lýðræðisstjórnir víðs vegar - gleymum ekki Jósef Smári, að núna búum við hjer á landi við gjör- spillta þingræðis- og geðþótta stjórn, hinna makráðu, á kostnað almannahagsmuna.

Hörður Þormar !

Sjáum til; um margt má saka Pútín, sem og hrósa honum fyrir jafnframt, en gleymum ekki, að hann heldur um hin fornu merki og tákn Austur- Rómverska ríkisins, sem Moskvuhertogi tók til sín eftir fall Konstantínópel í hendur Tyrkjum (Ósmönum) í Maí 1453, eins og við munum, Hörður minn.

Þau hin sömu merki og tákn; sem fengu að rykfalla á Sovjettímanum 1922 - 1991, að óþörfu.

Grímur !

Jú; Hilmar Þór Hilmarsson viðmælandi Egils, komst ágætlega frá sinni frásögu - skrumlaus maður, og hinn skikkanlegasti, að bezt verður sjeð.

Með beztu kveðjum; sem ávallt, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2022 kl. 21:25

5 Smámynd: Hörður Þormar

Óskar Helgi.

Eitthvað var Pútín að skipta sér af innanlandsmálum í Tyrklandi hérna um árið. Hann varaði Erdogan við uppreisninni gegn honum og bjargaði sennilega lífi hans.

Þetta þótti mér og sjálfsagt fleirum óþarfa afskiptasemiyell.

Hörður Þormar, 23.1.2022 kl. 21:48

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hér er talað um að Rússar hafi fórnað mörgum hermönnum vegna Krím.  Hve margir hermenn (svo ekki sé talað um óbreytta borgara) í stríði Rússa við Ottómani, sem færði þeim yfirráð yfir Krím. 

Það vill oft gleymast að yfirráð Rússa á Krím eiga sér ekki nema ríflega 200 ára sögu.

Hvað voru margir íbúa Krím (sem og austurhluta Ukrainu) myrtir af Sovétinu/Rússum í "hreinsunum" á Krím?

Ef ríki eru nógu dugleg við að myrða "innbyggja" og koma sínu fólki fyrir í staðinn, eiga þau þá rétt til að taka yfir landsvæði í krafti "plantaðra" íbúa?

Hvers vegna ættu nágrannaríki Rússa að þurfa að standa og sitja eins og Rússum þóknast?  Flest þeirra þekkja ekkert nema yfirgang af hálfu Rússa/Sovétsins og eðlilegt að þau leiti eftir vörnum gegn þeim.

Persónulega er mér eiginlega óskiljanlegt hvað "rómantík roðans í austri" á sterk ítök í mörgum Íslendingum.

G. Tómas Gunnarsson, 23.1.2022 kl. 22:11

7 identicon

Sælir; á ný !

Hörður Þormar !

Sannarlega; lít jeg hornauga óþarfa velvild Pútín´s til ýmmissa Múhameðskra þjóða / ekki hvað sízt Tyrkja, þó ekki væri skoðað, nema í sögulegu ljósi.

G. Tómas !

Má vera, að einhvers konar glýju megi finna í mínum sjáöldrum gagnvart Rússum / má vera, að stafi af aldagamalli velvild þeirra, til Íslendinga.

Voru ekki; íslenzkir höfðingjasynir inni á gafli í Hólmgarði (Novgorod) sem og í Kænugarði (Kyiv) G. Tómas, ekkert síður en í Miklagarði (Býzanz) og hjá ýmsum Norðurlanda- og Bretlandseyja Konungum og Jörlum, fram eftir Miðöldunum, t.d. ?

Gleymum svo ekki; stuðningi Rússlands (þáverandi hluta Sovjetríkjanna) í Þorskastríðunum á síðustu öld:: hvað varðaði Olíu- og Benzínkaup frá þeim, svo og Bifreiðakaupin gegn fiskssölu þangað, þegar vinir okkar í NATÓ vildu hjálpa Bretum að lumbra á íslenzkum Landhelgisgæzluskipunum og Íslendingum yfirleitt G. Tómas minn.

Þess utan; ber jeg sjerstaka virðingu fyrir Rússum, að hafa tekið upp merki og tákn Býzanzka ríkisins (Austur- Rómverska ríkisins, að Konstantín XI. Keisara föllnum, þann 29. Maí 1453, ágæti drengur.

Ekki síðri kveðjur; þeim hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2022 kl. 23:33

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 @Óskar, auðvitað voru "Íslenskir höfðingjasynir" í Hólmgarði og Kænugarði, enda má segja að Rússland hafi verið komið á laggirnar af víkingum.

Það kemur í raun ekkert við þeim "nútíma Rússum" sem við tölum um í dag.

Hvað varðar vörukaup Sovétsins af Íslendingum, þá kom það Íslendingum oft vel, en ég tel það lélegan grunn til að réttlæta yfirgang Rússa gegn nágrönnum sínum í dag.

Reyndar voru "réttidni" Íslendinga til að selja fisk í Bandaríkjunum mun meira virði, en það er ekki ástæða til þess að líta fram hjá "Sovétviðskiptum".

Bensínkaup hefðu getað farið fram hvar sem er, og ég veit ekki hvað bifreiðakaup frá Sovétinu voru Íslendingum mikið til heilla.  En vissulega fengu þeir mikið af "undirmálsvörum" í staðinn.

Almennt er talið að það hafi einmitt orðið vegna þrýstings innan NATO og frá Bandaríkjunum, að Íslendingar unnu fullan sigur í Þorskastríðunum.

G. Tómas Gunnarsson, 24.1.2022 kl. 00:27

9 identicon

Sælir; sem fyrr !

G. Tómas !

Margt; hefur þú til þíns máls / þá:: á heildina er litið, en ........... hulið er það mjer: sem mörgum annarra, að NATÓ fengi ekki að hníga að foldu, þá Varsjárbandalagið lognaðizt út af, árið 1991.

Getum við ekki spurt; hvað rjettlætti áframhaldandi tilvist Atlantshafs bandalagsins, þá höfuð- óvinurinn í austri var upp leystur ?

Jú; rjett hjá þjer G. Tómas.

5lbs. Þorskur / Ýsa / Steinbýtur o.fl. tegundir 1. flokks hráefnis var Bandaríkjanna megin markaðarins - líkt og 16lbs. blokk sömu tegunda, sem og margs annarrs.

Aftur á móti; voru 2. og 3. flokks fisk (jeg segi ekki úldinn:endilega) tegundir að gæðum (Karfi - Ufsi - Langa o.fl.) sent á Sovjetríkin / okkur strákunum í Hraðfrystihúsinu á Stokkseyri (var þar Birgðavörður freðfiskjar, árin 1983 - 1991) datt oftsinnis í hug, að sú framleiðzla færi í Gúlögin þar eystra / eða þá jafnvel, austur til Síberíu, sem víðar.

Talandi um; NATÓ þrýsting í Þorskastríðunum - jú Herstöðin á Miðnesheiði mátti ekki verða fyrir klaufalegum skakkaföllum sökum Brezkrar og Vestur- Þýzkrar drottnunar á íslenzku fiskimiðunum, það lá algjörlega í augum uppi G. Tómas, sjeð: frá NATÓ stjórunum í Brussel og Pentagon, að sjálfsögðu.

Hinar sömu kveðjur; sem áður /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.1.2022 kl. 00:47

10 identicon

Óskar Helgi. Ef krímverjar hafa í þjóðaratkvæðagreiðslu samþykkt að sameinast rússlandi þá er það bara hið besta mál. Því eins og ég sagði þá á þjóðarviljinn að ráða. Hinsvegar man ég ekki eftir þessari þjóðaratkvæðagreiðslu svo rétt væri að þú settir inn uppl. um það.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 24.1.2022 kl. 08:15

11 identicon

hef kannað þetta sjálfur, Óskar, og þessi atkvæðagreiðsla átti sér ekki stað. Sennilega ert þú að rugla saman atkvæðagreiðslunni þar sem Krímverjar skildu sig frá Úkraínu. Hinsvegar eru 60% af íbúum á Krímskaga rússneskumælandi. En ekki samt allir Rússar þar sem Sovétmenn héldu rússneskunni að heimamönnum þegar þeir réðu þar, rétt eins og í öðrum löndum. En um hreina innlimun var að ræða án þess að íbúar voru spurðir með formlegum hætti

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 24.1.2022 kl. 08:52

12 identicon

Sælir; sem oftar !

Jósef Smári !

Þakka þjer leiðrjettinguna; Krímverjar kusu aðskilnað frá Úkraínu, en á móti kemur sanngirni Rússa að taka þá upp á sína eykt, þar sem þorri íbúa Krím skaga vildu fjarlægjazt fasista klíkuna, sem NATÓ og Evrópusambandið komu á laggirnar árið 2014, og hröktu þáverandi forseta Úkraínu frá völdum þó umdeilanlegur hafi vafalaust verið, en þó rjettkjörinn á sínum tíma:: dæmigert fyrir yfirdrifna og sívaxandi útþenzlustefnu ýmissa Vesturlanda, til austurs.

Og; sem verra var, Gunnar Bragi Sveinsson ljek ljótan leik, þá hann ákvað að gambra í því máli, með þeim viðskiptalegu hörmungum,, sem íslenzkur útflutningur galt dýru verði, gagnvart Rússneska Sambandslýðveldinu, þó alveg geti jeg unnt okkar frábæru nágrönnum Færeyingum þess, að hafa hagnast síðan umtalsvert í viðskiptum við Rússa, á sama tíma, og Íslendingar hafa þurft að gjalda heimsku : Gunnars Braga Sveinssonar - Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, og núna síðast Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur:: mjög dýrum verðum Jósef Smári, eins og alkunna er, um víða veröld.

Hins vegar; er það fagnaðarefni, að Bandaríkjamenn, auk Japana - Ástrala - Indverja og fleirri hyggjast koma þjóðernissinnum á Taíwan til liðs, leggi Kommúnistaklíkan í Peking til atlögu, við þá.

Enda; allmikið í húfi þar um slóðir, sem snerta líka : Suður- Kóreu - Víetnam - Filippseyjar og Malaysíu líka, auk hinna annarra ríkja í Suðaustur- og Austur- Asíu, sem og víðar, þar eystra. 

Með beztu kveðjum; sem áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.1.2022 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband