Hvimleið og letileg meðferð með tölur.

Á Íslandi og ótal öðrum löndum er í gildi meðferð á tölum, sem er samræmd og auðskilin. 

En hér á landi er samt í gangi hvimleið talnaleti, sem ruglar oft mál fyrir lesendum og hlustendum. 

Þannig er sífellt verið að nota þá mælieiningu fyrir milljarð, sem Bandaríkjamenn kalla billjón. Þessi eltingarleikur við ameríska orðanotkun er raunar í samræmi við margt annað af svipuðu tagi, svo sem að taka upp nýja hátíðisdaga í nóvemberlok sem aðeins hafa gildi fyrir ameríkumenn. 

Síðan má nefna aðra áráttu í fjðlmiðlun sem felst í því að gleypa hráa mælieininguna hektara og birta óskiljanlega háa tölu í stað þess að nenna því að klippa tvö núll af hektaratölunni og nota ferkílómetra í staðinn. 

Sú eining á miklu oftar við og er auðskildari, og má sem dæmi nefna að meginþorri landsmanna áttar sig á því hve stórt nesið Seltjarnarnes milli Skerjafjarðar og Kollafjarðar er, þ. e. sá hluti höfuðborgarsvæðisins sem er vestan við Elliðaár. 

Ferkílómetri er flötur, sem er einn kílómetri á hvern veg og höfuðborgarsvæðið vestan Elliðaáa er um 17 ferkílómetrar.

Það flækir hins vegar málið og gerir það þokukenndara að nota í staðinn töluna 1700 hektara  

Ísland er um það bil 100 þúsund ferkílómetrar, sem samsvarar fleti, sem er 200 x 500 kílómetrar. 

Talan 10 milljón hektarE er hins vegar tala, sem erfiðara er að átta sig á.    


mbl.is Brú hrundi rétt fyrir ræðu Biden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband