Fyrir um viku var sú skoðun látin í ljós hér á síðunni að hernaðaruppbyggingin í Austur-Evrópu væri til þess gerð að "hnykla vöðvana" í svipaðri stöðubaráttu og stöðuuppbyggingu og er oft í gangi á skákborðum þegar verið er að koma liði sínu fyrir í aðdraganda komandi átaka.
Kannski hefði verið nær að nota orðið störukeppni, líkt og tíðast í bardagaíþróttum þegar menn reyna að stilla sér þannig upp fyrir framan andstæðinginn og pressa á hann með því að þenja brjóstkassann og nota sálfræðilega tilburði við að soga úr honum sjálfstraustið.
Þegar litið er yfir sögu sambúðar Rússlands, áður Sovétríkjanna, við þjóðir Austur-Evrópu frá stríðslokum 1945, er áhugavert að skoðað það hvernig Finnar fóru að því að komast hjá hersetu Rússa og finna þar grundvöll til að byggja á í sambúð þeirra við Rússa og kannski finna aðferð fyrir Evrópuþjóðir við að ná því sem á tímum Willy Brants nefndist "friðsemleg sambúð. (Peaceful coexistence).
Vetrarstríð Finna og Rússa 1939-40 kostaði miklar mannfórnir, og í samningunum í stríðslok tókst þjóðunum að ljúka stríðinu og við tók hálfrar aldar tímabil, sem kennd var við nýyrðið Finnlandiseringu, sem var notað yfir þá aðferð sem Finnar notuðu til þess að stunda sem skást samband við hinn stóra nágranna, sem nauðsynlegt var að friðþægja.
Stefna Finna með Kekkonen í forsvari kostaði oft að Finnar beygðu sig fyrir kröfum Rússa, en þegar litið er á hve miklu vestrænni þeim tókst að vera en leppstjórnirnar í Ausur-Evrópu fengu; og fengu að halda í norrænt samstarf þar sem þrjár norðurlandaþjóðirnar voru í NATO.
Milli Finna og Rússa tókst að mynda ákveðið traust á grundvelli málamiðlana, og eitthvað ætti að vera hægt að læra af framansögðu um það hvernig halda megi friði í Austur-Evrópu og byggja upp traust eins og upphaflega var ætlun Gorbatsjofs og leiðtoga vesturveldanna eftir lok Kalda stríðsins.
Mun senda lítinn hóp hermanna til Austur-Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sovétríkin hernámu aldrei Finnland, það var samið um striðslok 19 sep. 1944. Finnar afsöluðu sér landsvæði og greiddu stríðsskaðabætur.
Þar liggur munurinn a Austur Evrópu og Finnlandi.
Finnar seldu siðann Sovétríkjunum hágæða iðnvarning, vélar og skip, þannig að Sovétríkin voru ekki að ganga of hart að Finnum, Finnland var lika notuð sem dyragátt til vesturs fyrir ímsa hluti sem ekki þoldi nákvæma skoðun
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 30.1.2022 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.