31.1.2022 | 11:09
Ný hugsun: Helmingaskipti.
Fyrir um áratug kom fram nýstárleg hugsun í olíuvinnslumálum jarðrbúa, sem fólst í því að vegna þess að olían væri óendurnýjanleg orkulind væri það ósanngjarnt gagnvart komandi kynslóðum að ein kynslóð gini yfir öllum olíulindunum, sem eftir væru.
Sett var fram hugsunin um það að því, sem eftir lifði af olíulindum jarðar, skildi skipt á milli núlifandi kynslóða og hinna sem á eftir kæmu, eins konar helmingaskipti.
Á landsfundi Samfylkingarinnar var hart tekist á um olíustefnu Íslands að afloknum viðamiklum málstefnum og heimildavinnu um málið, en olíusinnar biðu lægri hlut, og Vinstri grænir fylgdu síðan á eftir.
Áður hafði Össur Skarphéðinsson haft það í flimtingum að hann væri olíumálaráðherra Íslands.
Þrátt fyrir þetta var staðið að samningum um leit og vinnslu olíu á Drekasvæðinu, en nú hefur það endanlega verið slegið út af borðinu.
Norðmenn eru nú komnir á eftir okkur hvað varðar áframhald olíuvinnslu og hugsunin um að skipta olíuauði jarðar með jafnrétti núverandi og komandi kynslóða í huga vinnur á.
Engin olíuleitarleyfi verða veitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.