1.2.2022 | 19:24
Óvæntar og ófyrirséðar hreyfingar valda hættu.
Hvers vegna eru liðin nokkur misseri síðan maður heyrði reiðhjólabjöllu hringt. Samt er þessi hlutur einn mikilvægasti öryggisþáttur hjólanna. Getur verið að fólk sé feimið við að hringja eða hrætt við að vera talið með frekju og yfirgang?
Sé svo, þarf að breyta hugarfarinu og útbreiða þann tilgang bjölluhringinga að vegfarendur fylgist með umferðinni og fari að öllu með gát.
Mörg óskrað og skráð óhöpp og slys verða í umferðinni vegna þess vegfarendur gera snögga og ófyrirséða breytingu á ferðum síðum, svo sem gangandi og hjólandi sem breyta skyndilega um stefnu og ganga eða hjóla í veg fyrir aðra, sem eiga sér einskis slíks von.
Af þeim sökum má spyrja, hvort rétt sé að banna notkun heyrnartóla fyrir háværa tónlist og annað ljósvakaefni hjá gangandi og hjólandi fólki og fylgja því banni eftir.
Fótstigin reiðhjól og rafhjól eru hljóðlaus og því geta því verið lúmskur hættuvaldur.
Eftir að hlaupahjólin bættust við er æ algengara að sjá notendur þeirra koma skyndlega í ljós eins og skrattinn úr sauðarleggnum og oft á of miklum hraða.
Hopp lagði Færeyjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.