Tævan; áhugavert land.

Ef svipast er um í heiminum um þessar mundir og hugað að friðarhorfum þjóðanna, koma fljótlega upp togstreita og deilur Rússa og Kínverja við nágranna sína, Úkraínu og Tævan. 

Tævan liggur fjær okkur og vekur því kannski ekki eins mikla athygli og Úkraínubúar, en þegar nánar er aðgætt, er fólkið sem býr á þessari fjarlægu eyju og þjóðlíf þess ekki síður áhugavert en Evrópuþjóða.  

Það er undravert í ljósi þess að Tævanbúar eru aðeins 23 milljónir, en Kínverjar meira en 70 sinnum fjölmennari.  

Árið 2049 verða liðin 100 ár síðan þjóðernasinnastjórn Chang Kai Shecks flúði frá meginlandinu undan Kommúnistastjórn Maós 1949 og það glyttir í þá langtímahugsun hjá núverandi valdhöfum í Kína að hernema eyjuna í tilefni afmælisins. 

En af hverju gera þeir það bara ekki sem fyrst? Fyrir því eru margar ástæður og ein þeirra er sú, að báðar standa afar vel á okkar tímum, Kína að verða mesta efnahagsveldi heims -  og - svo hitt,  sem erfitt er að sjá hvernig svona fámenn þjóð eins og Tævanir eru að þeir eru einhvert tæknivæddasta ríki heims, þótt smáríki sé.  

Þessi kínversku ríki stunda lygilega mikla verslun og samstarf á mörgum sviðum. Raunar sést fljótt, að aðall þeirra beggja felst í því að nýta sérþekkingu og tækni sína til að stunda samstarf við aðrar þjóðir. 

Það eru aðeins fáir dagar síðan ein af mörgum fréttum af slíku birtist í íslensku blaði: Japanski vélhjólaframleiðandinn Yamaha hefur fengið að kaupa bæði nýjasta búnað rafvélhjóla, sem eru með útskiptanlegum rafhlöðum hjá Gogoro, sem hefur komið upp tæknivæddasta kerfi notkunar slíkra hjóla í heiminum.  

Þegar Kawasaki vantaði gott 300 cc lúxusvespuhjól í framleiðslulínuna, keyptu þeir einkaleyfi til að smíða Kymco Downtown, tævanskt hjól,og færa það með smávægilegum breytingum í grænt gervi Kawasaki J300.  

Í þættinum 60 mínútum var greint frá því, að Bandaríkjamenn hefðu fengið sjokk í upphafi kórónuveikifaraldusins þegar þeir uppgötvuðu hve hræðilega langt á eftir Tævönum og Kínverjum þeir væru í framleiðslu á grunneiningum alls þess tölvubúnaðar, svo sem tölvukubbum, sem heimsbyggðin þarf á að halda í smáu og stóru. 

Tævanir hafa verið lagnir við að lifa við hótanir við Kínverja um hernám en þeim mun duglegri við að koma sér í mikilvæg sambönd við margar þjóðir, svo  sem Bandaríkjamenn, sem hafa heitið að standa við bakið á þeim. 

Tævanir ráða meira að segja enn yfir tveimur smáeyjum, Kvemoy og Matsu, alveg upp við strönd Kína, sem heimsbyggðin titraði yfir fyrst eftir sigur Maós yfir þeim sem efni í stríð, en eru nú flestum gleymdar nema kannski þeim, sem eru komnir á níræðisaldur og rámar í þetta. 

Þar að auki byggist hernám Tævan á innrás af sjó inn í land, sem er afar fjöllótt og oft með erfiðum veðuraðstæðum. 

Kínverjar líta kalt á stöðuna, vita hvað þeir hafa núna, en eru óvissari með það hvað stríð myndi færa þeim. 

Niðurstaða: Sama þráteflið áfram og það er gróðavænlegra.  


mbl.is Neiti enn að afhenda þinginu umsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Góð samantekt

Halldór Jónsson, 2.2.2022 kl. 09:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Kínverjar skutu á eyjarnar á ákveðnum tímum og dögum minnir mig

Halldór Jónsson, 2.2.2022 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband