3.2.2022 | 14:53
15 stiga frost við Korpu snemma í morgun.
Snemma í morgun komst frost nður í um 15 stig við Korpu. Þaðan eru aðeins örfáir kílómetrar til sjávar þar sem frost var allt að tíu stigum minna.
Þetta sýnir áhrif sjávar og skýjafars á hita. Í heiðskíru veðri og logni inn til landsins verður útgeislun frá jörðu mikil, en við sjávarmál er hún milduð af nálægð sjávarins.
Á mörkum misjafnlga kalds lofts getur myndast mikil ísing á jörðu, og kannski var það eitthvað af þeim toga sem bjó til glæra svellið sem olli svo mörgum árekstrum í morgun.
Um 20 stiga frost í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veðurathugunin er á Korpu
Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 3.2.2022 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.