8.2.2022 | 10:13
Veira á meiri möguleika á viðgangi ef hún drepur ekki hýsilinn.
Afar fróðlegt og athyglusvert hefur verið að hlusta á sérfræðinga eins og Kára Stefánsson í viðtölum, þar esm þeir fræða almenning um kórónaveiruna og afbrigði hennar.
Þar hefur margoft komið fram að ómikrón veiran veldur vægari sjúkdómseinkennum en eldri afbrigði kórónaveirunnar.
Af því leiðir að síður er að vænta þess að sjúklingurinn, sem er hýsill veirunnar í þessu tilfelli, drepist, heldur en ef hann sýkist til dæmis af delta afbrigðinu.
Það afbrigði, sem smitast hraðast og auðveldast en er hins vegar vægust og veldur fæstum dauðsföllum, á hins vegar meiri möguleika á því að hýsillinn, sjúklingurinn, haldi velli og geti áfram veitt sýklinum, veirunni, skjól og yl.
Athyglisverð pæling.
Af hverju tók Ómíkron yfir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.