10.2.2022 | 18:55
Mun færri látnir úr covid hér en í öðrum löndum.
Frá upphafi Covidfaraldursins hefur dáðnartíðni af völdum hennar verið miklu lægri hér á landi en í öðrum löndum.
Núna er íslenska talan 51, sem er margfalt lægri tíðni miðað við fólksfjölda hér en í í mörgum löndum, svo sem í Bandraríkjunum þar sem heildartalan þar væri í kringum 50 þúsund ef dánartíðnin væri sú sama þar og hér, af því að Bandaríkjamenn eru tæplega þúsund sinnum fleiri en við.
En stað 51 þúsund látinna, hafa 936 þúsund látist úr covid vestra, sem er átján sinnum meiri tíðni en hér.
Í Svíþjóð hafa 16.360 látist, en ef tíðnin hefði verið eins lág þar og hér, miðað við fólksfjölda, væri talan þar í kringum 1500.
Dánartíðnin þar er um ellefu sinnum hærri en hér.
Kona á tíræðisaldri með Covid-19 lést | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefði dánartíðni á Íslandi verið sú sama og í Svíþjóð hefðu 610 látist. Ef miðað væri við Belgíu væru 984 Íslendingar látnir úr Covid-19.
Eitt og annað veldur þessari lágu tölu okkar, 51, en síst má gera lítið úr sóttvarnaraðgerðum og viðtökum við þeim.
Alma Möller, Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason eru framarlega á kredit-listanum - og svo Halldór Gunnar Pálsson, sem kallaði saman hóp fólks og gerði tónlistarmyndbandið Ferðumst innanhúss og sló þannig glaðværan tón frammi fyrir dauðans alvöru.
Við skulum svo reyna að gleyma kóvitunum og líta með miskunn á herferð þeirra í anda riddarans sjónumhrygga sem Miguel Cervantes gerði eftirminnilega skil á sínum tíma!
Flosi Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.2.2022 kl. 20:05
"En stað 51 þúsund látinna, hafa 936 þúsund látist úr covid vestra, sem er átján sinnum meiri tíðni en hér."
Ef staðan í USA er eins og í Bretlandi: https://theglobalherald.com/news/nigel-farage-reacts-to-ons-figures-on-how-many-people-have-died-purely-of-covid/
Þá hafa ~ 90.000 látist þar úr Kína Kvefinu.
Og þessi lága tala okker er sennilega lægri, þar sem allir sem eiga að hafa dáið úr Kína Kvefinu undanfarið ár hafa dáið *með* það, en ekki *úr* því.
"Kona á tíræðisaldri með Covid-19 lést"
Ásgrímur Hartmannsson, 10.2.2022 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.