"Ár grænnar byltingar" gott mál, en hægt að finna betri stað fyrir formlegt upphaf.

"Ár grænnar iðnbyltingar" er þarft og lofsvert framtak.

Segja má að slík bylting hafi hafist hér á landi í mjög smáum stíl með fyrstu smávirkjuninni í Hafnarfirði, farið upp á næsta þrep með Elliðaárstöð og komist á skrið með Sogsvirkjununum. 

Orkusvinnslan sjálf í Sogsvirkjununum var sannanlega græn, en þó þurfti að færa fórn í formi eyðileggingar eins besta laxastofns landsins. 

Á móti þvi kom að vísu að slegiæ var rösklega á hvimleitt mýið við Sogið. 

Helliheiðarvirkjun er að visu stærsta jarðvarmavirkjun landsins og hefði hugsanlega getað orðið sjálfbær með endurnýjanlegum orkugjafa, en þá hefði hún þurft að vera mörgum sinnum minni í upphafi til þess að hægt væri að finna jafnvægi fyrir trygga og jafna orkunýtingu í samræmi við kenningu Ólafs Flóvenz og Guðna Axelssonar um það hvernig að skyldi fara, sem birtist í greinarflokki þeirra í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum. 

Forstjóri Landsvirkjunar minntist lítillega á þetta atriði við opnun Þeystareykjavirkjunar, en nú er farið að viðra stækkun hennar án þess að sjálfbærn sé nefnd.

Eins og er, er aðeins gert það það skilyrði fyrir gufuaflsnýtingu, að hún endist í 50 ár, en það stenst alls ekki meginkröfu um sjálfbæra nýtingu, sem til dæmis var atriði í Ríósáttmálanum 1992, sem Íslendingar og fleiri þjóðir undirrituðu. 

GPS mælingar hafa sýnt mikla lækkun lands á gufuaflsvirkjunarsvæðunum á Reykjanesskaga og hefur sjór gengið á land í Staðarhverfi vestan Grindavíkur. 

Þetta og þverrandi orka sýnir að þarna er notuð svonefnd "ágeng orkuvinnsla" sem er annað orð yfir rányrkju.  

 


mbl.is Grænni byltingu ýtt úr vör í Hellisheiðarvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Eftir 2030 verða  Thorium knúin kjarnorkuver að taka yfir orkuframleiðslu heimsins. Bráðið salt er notað til að flytja varmann úr kjarnaofninum yfir i gufusjóðarann, því verður ekki hætta a ferðum ef kerfið fer að leka, þvi saltlögurinn storknar um leið og hann kemur út fyrir kerfið, Thorium þarf örvun frá úranium til að klofna, ekki ósvipað og bensin vél notar neista til að tendra i bensinblönduna. Orkuverin er hægt að reisa fjarri vatni og eru Kínverjar búnir að reisa tilraunarorkuver í Gobi eyðimörkinni.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 11.2.2022 kl. 15:50

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er dapurlegt dæmi um forgangsröðun hlutanna, að svo er að skilja, að þóríum njóti ekki hylli stórveldanna, af því að það sé ekki hægt að nota þórúm til búa til kjarnorkuvopn. 

Ómar Ragnarsson, 11.2.2022 kl. 21:29

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Eins og er, er aðeins gert það það skilyrði fyrir gufuaflsnýtingu, að hún endist í 50 ár, en það stenst alls ekki meginkröfu um sjálfbæra nýtingu, sem til dæmis var atriði í Ríósáttmálanum 1992, sem Íslendingar og fleiri þjóðir undirrituðu. 

GPS mælingar hafa sýnt mikla lækkun lands á gufuaflsvirkjunarsvæðunum á Reykjanesskaga og hefur sjór gengið á land í Staðarhverfi vestan Grindavíkur. 

Þetta og þverrandi orka sýnir að þarna er notuð svonefnd "ágeng orkuvinnsla" sem er annað orð yfir rányrkju. 

Tölurnar tala  

 Vel athugað Ómar

Halldór Jónsson, 12.2.2022 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband