Þarf að minnast Vatnsþróarinnar og hafa Vatnsberann og hestinn við Hlemm.

Þeir sem muna eftir tímunum um miðja síðustu öld, muna margir eftir þeirri málvenju fólks sem bjó í næsta nágrenni við Hlemm, að nota örnefnið Vatnsþró um hann. 

Íbúar Rauðarárholtsins töluðu um það að "fara niður að Vatnsþró" löngu eftir tíma hennar. 

Örnefnið dró nafn sitt af því, að þarna var vatnsból, þar sem hægt var að brynna hestum og sækja sér vatn.  

Gaman væri, ef þarna væri hægt að reisa eftirlíkingu af Vatnsþrónni og finna þar stað fyrir styttu Ásmundar Sveinssonar, Vatnsberans og styttunnar af klyfjahestunum forðum daga, sem þarna var iðulega brynnt.  

 


mbl.is Hlemmur mun gjörbreytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég kann að meta þetta. Þegar afi minn kom til Reykjavíkur leigði hann íbúð nálægt Hlemmi og heyrði þetta þá, en þá var það kallað kostgangari, að fá mat í hádeginu á heimili en vera að læra eða vinna. Ingvar bróðir hans byrjaði með hjólbarðaverkstæðið Gúmmívinnustofuna á sama tíma, rétt eftir seinna stríð, og fékk pláss í fjósi þarna á Laugarveginum nálægt Hlemmi. Þá var gert við hjólbarða í höndunum, ekki margar vélar. Síðan seldi hann Gúmmívinnustofuna og stofnaði Barðann. 

Þarna var víst merkilegt samfélag fyrr á tímum og Reykjavík eins og sveit. Það voru ekki margir sem kunnu að gera við bíla þá.

Ég tek undir þetta. Saga þjóðarinnar er mikilvæg.

Ingólfur Sigurðsson, 12.2.2022 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband