"Frelsi til" og "frelsi frá." Frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar.

Í ársbyrjun 1941 lýsti Roosevelt Bandaríkjanna yfir því, að hlutverk þjóðar hans skyldi vera að berjast fyrir fjórum tegundum af frelsi:

Skoðanafrelsi. 

Trúfrelsi. (Frelsi til tilbeiðslu).

Frelsi frá skorti. 

Frelsi frá ótta. 

Athygli vekur að þetta er orðað á tvennan hátt; frelsi til einhvers og frelsi frá einhverju.  

Mjög hefur verið rætt um frelsi varðandi sóttvarnaraðgerðir og er áhugavert að mæla þær samkvæmt þessum skilgreiningum á frelsi. 

I tilmælum stórverslana er fólk hvatt til að huga að því að stuðla sjálft sem minnst að smitunum, svo sem fjarlægð milli fólks og notkun grímu. 

Hvað grímuna varðar snýst notkun hennar ekki aðeins um frelsi til að hunsa sóttvarnaraðgerðir, því að sé það gert með þeim afleiðingum að smita aðra eru þessir "aðrir" sviptir frelsi sínu frá smitunum hvað grímuleysi varðar. 

Og eftir sem áður hlýtur að mega gera þá kröfu, að fólk hafi frelsi til að verja sig gegn smitunum, verja sig frá/fyrir farsóttinni.  

Hafa skal í huga ein af grunnsetningum þeirra hugsuða, sem voru frumkvöðlar frjálshyggjunnar, að frelsi eins endar þar em frelsi annars byrjar. 


mbl.is Bónus fylgir á eftir Krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

"höfum allir ein lög og einn sið."
Þorgeir kvað það lög að menn skyldu taka kristni en áfram yrði leyft að blóta leynilega, bera út börn og éta hrossakjöt.

Grímur Kjartansson, 12.2.2022 kl. 16:11

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þinn ótti er ekki mitt vandamál, og á ekki að vera það.

Ef *ÞÚ* óttast, skalt *ÞÚ* fela *ÞIG.*  Það er þitt frelsi.  Ef þú heldur að ég taki átt í þínum hugarórúm, þá geturðu troðið kaktus upp í rassinn á þér núna.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.2.2022 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband