Gagnrýni á varla við þegar lið er með farsótt. Labbi og Ingólfur voru góðir í den.

Þegar þannig er ástatt fyrir landsliði í handbolta, að ellefu menn verða úr leik á stórmóti, er grundvöllur fyrir harðri gagnrýni, eins og sjá mátti sums staðar á samfélagsmiðlum, varla fyrir hendi eftir að liðið hefur þó náð sjötta sæti og hárbreidd frá því að komast í undanúrslit. 

Lýsing landsliðsþjálfarans er sláandi, og í ljósi þess við var að etja dag frá degi er til dæmis út í hött að gagnrýna hann fyrir að hafa ekki tilbúið tvö jafnsterk lið til að að skipta út eftir þörfum. 

Þegar rætt er um fyrstu stórmótin, sem Íslendingar tóku þátt í fyrri hluta sjöunda áratugarins, er gaman að sjá viðtalið við Gunnlaug Hjálmarsson; "Labba" sem komst fyrstur Íslendinga í heimslið á stórmóti. 

Í því sambandi má minna á hinn stórkostlega leik, sem annar landsliðsmaður átti í því að skjóta sjálft silfurlið Svía í kaf. 

Landsliðsþjálfarinn hvíldi Ingólf í fyrsta leiknum í mótinu og notaði hann með nokkurs konar leynivopn gegn Svíum.   


mbl.is Neitaði dauðþreyttum fyrirliðanum um skiptingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Smá umgangspest hefur engan yfir gagnrýni.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.2.2022 kl. 20:24

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessi "smáa umgangspest" olli því að þessum ellefu leikmönnum var bannað að taka þátt í leik liðsins í mörgum leikjum. 

Ómar Ragnarsson, 12.2.2022 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband