Íbúar Sovétríkjanna norðan heimskautsbaugs fengu ókeypis ferð til Krím.

Árið 2006 sagði Rússi, sem hafði verið á Íslandi um tíma og veitti Íslendingi leiðsögn í Rússlandi í fjögurra daga ferðalag, að Moskva gæfi engan veginn rétta myhd af þessu langstærsta landi heims. Ferðalagið var farið í mars í rússneskra vetrinum frá Moskvu til bæjarins Demyansk sem er við Valdaihæðir um 300 kílómetra norðvestur af Moskvu. 

Eftir ferðalagið var Rússinn alveg sérstaklega þakklátur fyrir að hafa farið þessa ferð, því að hann hefði aldrei áður komist þetta langt út í rússnesku víðáttuna. 

Ferðin staðfesti lýsinguna hinum gríðarlega mun á Moskvu og hinu næstum því óendanlegu dreifbýli landsins og rímaði vel við ferð til Murmansk um Kolaskaga haustið 1978.  

Murmansk liggur norðan heimskautsbaugs og minnti um margt á aðstæður á Íslandi þrjátíu árum fyrr á skömmtunarárunum í kringum 1948, ófrágengnar götur og fornfálegir vörubílar að flytja verkamenn á bílpöllunum.  

En eitt stakk í stúf við þetta. Hið alltumlykjandi sovétkerfi með kúgun og knöppum kjörum bjó yfir því óvenjulega framtaki, að allir sovétborgar, sem byggju fyrir norðan heimsskautsbaug, fengju að fara ókeypis á kostnað ríkisins í eina sovéska sólarlandaferð til Krím á ævinni! 

Rökin voru þau, að þessi sérréttindi rússneskra norðlendinga væru sanngjörn til að bæta þeim upp langa, dimma og kalda vetur öll hin árin. 


mbl.is Bjóða öllum starfsmönnum til Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband