21.2.2022 | 00:49
Gríðarlegur styrkleikamunur á pappírnum á herjum Rússa og Úkraínumanna.
Tðlur um hernaðargetu Rússa og Úkraínumanna eru sláandi.
Rússar eyða tíu sinnum meira en Úkraínumenn til hernaðarútgjalda.
Þeir eru með meira en fjórum sinnum fleiri hermenn og meira en fimmfalt fleiri í öryggissveitum en Úkraínumenn.
Íbúar Rússlands eru næstum fjórum sinnum fleiri en íbúar Úkraínu.
Rússar eru með næstum fimm sinnum fleiri skriðdreka og brynvarin farartæki og tíu sinnum fleiri herþotur.
Þyrlur Rússa eru tuttugu sinnum fleiri og flotinn að minnsta kosti 20 sinnum öflugri.
Nú segja tölur ekki alla sögu, en ofangreindar tölur eru samt skuggalegar fyrir Úkraínumenn og ýmsir kunna að vitna í það, að tölur sýndu mikinn styrkleikamun á milli Rússa og Finna þegar Rauði herinn réðist á Finna 30. nóvember 1940.
Rússaher var þrefalt stærri her og fimm sinnum fleiri flugvélar, og 1200 skriðdreka á móti engum hjá Finnum.
En öllum á óvart stóðu Finnar í Rússum í rúma þrjá mánuði og það fyrst og fremst vegna margfalt meiri færni í vetrarhernaði en Rússa. En 25 þúsund Finnar voru drepnir á móti 200 þúsund Rússum.
Við ofurefli liðs var að etja rétt eins og virðist vera raunin nú hjá Úkraínumönnum.
Ræða hvernig eigi að verja Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Úkraínumenn eru 44 milljónir á meðan Rússar eru 144. Munurinn er sjálfgefinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.2.2022 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.