Hvílík skemmtun og stuð!

Íslenska landsliðið í körfubolta bauð upp á sjaldgæflega góða kvöldskemmtun í sjónvarpi í kvöld þar sem háspenna var allan tímann í tvíframlengdum leik. 

Ástæða er til að þakka fyrir þennan leik að öllu leyti, ekki síst fyrir einstaklega athyglisverðan aðdraganda, sem varð til þess að ýmsir sperrtu eyrunn við að heyra talsmann liðsins vera með ansi djarfar yfirlýsingar í fjölmiðlum um að ekki kæmi annað til greina en að gera það, sem hefði verið talað ómögulegt, að sigra hið firnasterka ítalska lið. 

Körfubolti er mun útbreiddari íþrótt erlendis en handbolti, og því er það óvænt ánægjuefni og aldeilis stórgott, sem íslenskur körfubolti færði þjóðinni í kvöld. Takk, takk! 


mbl.is Ótrúlegur sigur á Ítölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband