25.2.2022 | 07:42
Hvenær ganga "Monroekennningar" sér til húðar?
Stórveldi heims hafa öldum saman stundað það að skipta löndum og álfum heims í áhrifasvæði sín. Monroekenningin 1823 hefur að mestu verið í gildi síðan, og í lok Heimssstyrjaldarinnar skiptu Churchill, Stalín og Roosevelt Evrópu upp í áhrifasvæði Sovétmanna, Breta og Bandaríkjamanna.
Svo kyrfilega var frá þessu gengið, að enda þótt vesturveldin mótmæltu hástöfum þegar hervaldi var beitt til að bæla niður mótþróa í Austur-Þýskalandi 1953, Ungverjalandi 1956, Tékkóslóvakíu 1968 og Póllandi 1980, hreyfðu stórveldin ekki í raun hvorki hönd né fót.
Stalín hótaði aldrei beitingu kjarnorkuvopna í orði, en Pútín hefur gert það tvívegis, þegar vestrænn tundurspillir gerðist ágengur við Krím 2014, og svo aftur nú.
Segir Pútín gera söguleg mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.