Ójafn leikur. Hitler tók Pólland á þremur vikum 1939.

1939 gáfu Vesturveldin, Frakkar og Bretar, Póllandi loforð um að lýsa yfir stíði á hendur Þýskalandi ef það réðist á Pólland. Þeir gerðu það og heimsstyrjöld var hafin, en í staðinn fyrir að strax hæfist alvöru stríð á vesturlandamærum Þýskaland, gerðist í raun ekkert þar, þannig að Hitler gat auðveldlega tekið Pólland á þremur vikum. 

Sumir nútíma sagnfræðingar, svo sem Max Hastings, hafa skilgreint hið svonefnda Sitzkríeg eða Phoney war sem svik Vesturveldanna, og víst töldu Pólverjar sig svikna. 

En hin raunverulega ástæða var sú, að vegna friðarkaupa stefnu Breta og Frakka árin á undan hafði ekki verið reynt að útbúa sókaráætlun fyrir stríð við Þjóðverja, heldur aðeins varnaráætlun, eins og hin tröllaukna Maginot varnarmannvirkjalína bar með sér. 

Í íþróttum er það jú aðalreglan, að hver keppandi verður að hafa tilbúna bæði varnaráætlun og sóknaráætlun. 

Þrátt fyrir allar stuðningsyfirlýsingarnar núna við Úkraínumenn er ástandið svipað og jafnvel verra en var í Frakklandi 1939. Það er tæknilega ómögulegt og liggja engin loforð fyrir því að sendur verði her til hjálpar Úkraínumönnum.  

Miðað við yfirburði Rússa hernaðarlega er hugsanlegt að Pútín geri ráð fyrir þremur vikum til að taka alla Úkraínu. 

En landið er stórt, álíka stórt og Frakkland, sem Þjóðverjar tóku á nokkrum vikum 1940, og því ekki ráðlegt að vera með neina spádóma þótt líkindin á hernaðrsigri Rússa á Úkraínumönnum séu miklar. 

Í styrjöld Frakka og Þjóðverja 1940 var furðu lítið mannfall, miðað við slátranirnar 1914 til 1918. Farið var að ákvæðum Genfarsáttmálans og sums staðar tóku Þjóðverjar bara byssurnar af Frökkunum og sögðu þeim að fara heim til sín.  

Hugsanlega mun Pútín gera svipaða útkomu að forgangsmáli nú og láta að skipta meira máli að ná landinu öllu örugglega og með sem minnstu mannfalli og tjóni. 


mbl.is Rússar beita einu hættulegasta vopni sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar, 

"Miðað við yfirburði Rússa hernaðarlega er hugsanlegt að Pútín geri ráð fyrir þremur vikum til að taka alla Úkraínu."

Ég held að Pútin karlinn sé ekki á því að halda Úkraínu, heldur koma öllu þessu neo-nasista--liði í burtu, svo og koma á nýrri ríkisstjórn, og/eða eins og hann hefur sagt (Why is Russia invading Ukraine?). En ég er því að það er annað hvort eitthvað alvarlegt að manninum eða það er einhverjar aðrar skýringar á bakvið þetta allt saman hjá honum. 
KV. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 11:24

2 identicon

Þorsteinn, þú ert retarður. 

Gubbi (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 11:36

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hægt er að taka annan samanburð úr fortíðinni um slaka liðveislu við ríki, sem ráðist var á. 

Þegar Þjóðverjar réðust á Frakka 10. maí 1940, voru Bretar með aðeins sex herdeildir á nyrsta svæðinu við Ermasundið. 

En þegar Bandamenn hófu sók sína 1918 á svipuðum slóðum, voru þeir og Bandaríkjamenn með samanlagt 185 herdeildir í Frakklandi. 

Petain marskálkur nefndi þetta sem skýringu á því að Þjóðverjar óðu í gegn 1940, en biðu ósigur 1918. 

Þarna sést munurinn á því þegar aðstoð í stríði er alvöru aðstoð og því þegar hernaðaraðstoðin er í skötulíki eins og 2940.  

Það er hætt við því að Úkraínumenn muni ekki standast áhlaup Rússa. 

Ómar Ragnarsson, 1.3.2022 kl. 22:53

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Leiðrétting á innsláttarvillu þar sem ártalið 2940 er nefnt. Á auðvitað að vera 1940. 

Ómar Ragnarsson, 1.3.2022 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband