Í hernaðarátökunum í gömlu Júgóslavíu fyrir aldamót var gerð loftárás á bækistöðvar sjóvarpsins, sem harðlega var gagnrýnd. Þar var NATO að verki ef rett er munað, en svo virðist sem fjölmiðlun sé illa séð í styrjöldum.
Stalín ku hafa sagt: "Einn maður drepinn er morð, en milljón menn drepnir er tala."
Útsendarar Pútíns velja fórnalömb sín gaumgæfilega þannig, að morðið hafi sem mestan fælingarmátt. Af nöfnum fjölda blaðamanna og andófsmanna, sem drepnir hafa verið, svo sem Önnu Politskovskaja, sést bein hótun til "skræk og advarsel" eins og Danskurinn orðar það.
Af hreinni illsku og heift lét Hitler drepa 17 þúsund manns með loftárás í apríl 1941 á Belgrad, sem bar heitið "refsing" fyrir það eitt að þetta fólk voru almennir borgarar en ekki hernaðarskotmark.
Þannig leit "Sprengju-Harris" á málin þegar drepnir voru 42 þúsund íbúar i Hamborg á einu bretti í júlí 1943.
Pútín virðist helst nota svæfingar/kyrkingar aðferðina í Kænugarði, og gæti umsátrið um Leningrad fyrir tæpum 80 árum verið ákveðin fyrirmynd.
Sjónvarpsturninn sprengdur og útsendingar rofnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar,
Ég held að þessi karl hérna sé með þetta á hreinu varðandi stríðið Úkraínu:
What Russia Wants From Its Invasion of Ukraine Gonzalo Lira
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 21:52
Kom til Leningrad í fyrsta skipti fyrir 62 árum. Vorum þar í viku í sumar veðri. Einn skipverjann for í bíó með stelpu, en var tekinn í yfirheyrslu af KGB og þau aðskilin eftir þá bíóferð. Rússar var annt um að kynna okkur sína arfleið, menningu og hallir. Sýndu okkur þjóðdansa og mikla vináttu á tímum þegar ríkti kalt stríð
Ekki man ég hvað skeði fyrir 80 árum þar. Úkraína fékk sjálfstæði fyrir 100 árum? Nú er stríð í fyrsta skipti þar sem netsíminn skiptir miklu máli.
Turninn var því mikilvægt skotmark til að hefta fréttaflutning. Hvort Rússar hafa sama úthald á tímum netsamskipta og var áður þegar einvaldar reyndu að styrkja stöðu sína með landvinningum er ólíklegt.
Ungir upplýstir rússneskir hermenn eiga erfitt með að herja á meðbræður, þjóð með sömu trú og gildi? Einræðisherrar eru og í allt annarri stöðu nú en áður fyrr?
Sigurður Antonsson, 1.3.2022 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.