Stalín passaði sig á því að brjóta ekki samningana við Vesturveldin.

Jósef Stalín var að sönnu einhver mikilvirkasti og hræðilegast harðstjóri sögunnar. 

En þegar Hitler réðst á hann 1941 hófst sá kafli samskipta Rússlands við Vesturlönd, sem fyrst nú lætur undan síga. 

Þegar Winston Churchill mælti fyrir tafarlausri aðstoð Breta við Stalín var hann minntur á fyrri ummæli sín um fjöldamorðingjann mikla en hann svaraði að bragði: "Þau orð standa, en við stöndum frammi fyrir svo hrikalegri villimensku þýsku nasistanna, að ég ef ég þyrfti að semja við kölska sjálfan um að verða samherji minn í stríði, þá myndi ég áreiðanlega finna einhver vinsamleg orð um myrkrahöfðingjann í Neðri málstofunni."

Á ráðstefnum leiðtoga Bandamanna voru sum samningaatriðin, svo sem skipting Evrópu í áhrifasvæði og ákvörðunin um að ráðast inn í Ítalíu ýmist munnlega eða rissuð upp á blað, svo sem teikning Churchills af "the soft underbelly of Europe." 

Eftir lok stríðsins voru kommúnistar sterkir á Ítalíu og í Frakklandi og stofnuðu til borgarastyrjaldar í Grikklandi. 

En Grikkland hafði lent á áhrifasvæði Breta í samtölum Churchills og Stalíns og Stalín lyfti ekki litla fingri til að hjálpa grísku kommúnistunum á neinn hátt. 

Þegar Stalín fór ansi frjálslega með samningana við Vesturveldin, gætti hann þess þó vandlega aað ekki væri hægt að hanka hann á beinum samningsbrotum. 

Berlínardeilan 1948 var háð að mörgu leyti á broslega barnalegan hátt þar sem Stalín gætti þess vel að fara eins langt og hægt var að komast upp með. 

Loftbrú Vesturveldanna kom honum á óvart og hann féll frá frekari aðgerðum. 

Í Kalda stríðinu öllu voru áhrifasvæðin virt að fullu, og til dæmis ekki einu sinni rætt um það að Vesturveldin settu flugbann yfir Ungverjalandi 1956 og Tékkóslóvakíu þar sem Rússar sendu her inn í þessi lönd til að steypa sitjandi stjórn og koma upp hundflatri leppstjórn.  


mbl.is Tal um endalok Pútíns tálsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Pútín forseti virðist ekki halda loforð daginn út. Ný taktík stríðherrans í Kreml er að skipa honum sérstöðu. Annars virðist hann eins og fyrri einræðisherrar Rússa ekki hika við að leggja undir sig lönd. Íbúar Vesturlanda virðast gleyma furðu fljótt hve oft Rússar hafa hafið átök á landamærum sínum eða í leppríkjum. Á 100 ára tímabili nálægt tíu sinnum?

Sigurður Antonsson, 5.3.2022 kl. 17:15

2 identicon

Sæll Ómar,

Vetrarstríðið braust út (eða byrjaði) þegar Sovétríkin réðust á Finnland þann 30. nóvember 1939, eða ertu búinn að gleyma því, svo og hvers vegna Stalín gerði það allt saman?
Var það rétt eða rangt hjá honum Winston Churchill og Bandaríkjamönnum, að fara svo að styja hann Stalín karlinn eftir að Stalín hafði hafið stríð gegn Finnlandi?

KV. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2022 kl. 23:42

3 identicon

Tja.  Stalín réðst inn í það sama Pólland og Bretar og Frakkar hófu heimstyrjöld út af.  Í prinsippinu hefðu þeir þá átt að lýsa yfir stríði við Sovétríkin við þann atburð. 

   Hefðu þeir látið vera að fara gegn Hitler 1939 er ákaflega vafasamt að hann hefði gersamlega snýtt þeim ári seinna.  Hann hefði ekki haft ástæðu til að hernema Balkanskagann til að verjast Bretum þar.  Innrás í Sovétríkin ber að baki í vestri og með Balkanskagann ekki á valdi sínu hefði varla verið raunhæfur kostur fyrir hann og mögulega hefði seinni heimstyrjöldin ekki farið af stað með milljónamannfalli, hörmungum og helför.  Breska heimsveldið hefði ekki steinsokkið og hálf Evrópa orðið að leppríkjum gúlagkommanna. 

   Churchill var mikill óþurftarmaður alla tíð.

purri (IP-tala skráð) 6.3.2022 kl. 01:02

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stalín var nýbúinn að gera griðasamming við Hitler og þeir skiptu Austur-Evrópu í áhrifasvæði þar sem Finnland var á áhrifasvæði Stalíns. 

Þessi griðasamningur var aðalatriðið í því að Stalín gat tryggt stööu sína að vild gagnvart Finnlandi. Vyborg var mjög skammt frá landmærunm við Ladogavatnið og Stalín krafðist þess að fá "öryggisrými" til vesturs og flotastöð nálægt Helsinki. 

Hann þurfti engar áhyggjur að hafa af Bretum eða Frökkum, sem höfðu ekki aðgengi að Finnlandi í gegnum hina hlutlausu Svíþjóð. 

Churchill datt að vísu í hug að leggja undir Breta leið járngrýtisins frá Kiruna og Gellivara yfir til Narvik í Noregi og svipta Hitler lífsnauðsynlegu járni undir því yfirskini að verið væri að hjálpa Finnum með leiðangri þarna í gegn til Finnlands!  

Svíar neituðu, og tíminn rann út fyrir Breta þegar Finnar gáfust upp í mars. 

Í réttarhöldunum í Nurnberg 1946 voru Þjóðverjar sakaðir um stríðglæp með árás þeirra á Noreg, en hið rétta var að Bretar sjálfir voru komnir í herleiðangur inn í norska landhelgi hársbreidd á undan Bretum. (Operation Wilfred).  

Ómar Ragnarsson, 6.3.2022 kl. 02:10

5 identicon

Sæll aftur Ómar,

Eg spurði eiginlega, hvort að þér finndist það "rétt eða rangt hjá honum Winston Churchill og Bandaríkjamönnum, að fara svo að styja hann Stalín karlinn eftir að Stalín hafði hafið stríð gegn Finnlandi?"

En var það rétt eða rangt hjá hinum svokölluðu Gyðingum og þeirra ráðum, að lýsa yfir stríði gegn Þýskalandi föstudaginn þann 24. mars 1933? 



"World War II was the result of an aggressive move by German Zionists, collaborating with Great Britain, to topple the German government through economic collapse. (The title comes from a headline, in a British newspaper of 1933, describing worldwide Jewish efforts to resist Nazi affronts to Germanys Jewish population."

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.3.2022 kl. 09:38

6 identicon

Hitler ætlaði sér aldrei að fara í stríð við Breta. Í "Mein Kampf" mun koma fram að hann stefndi á landvinninga í Austurvegi.

Bretar áttu sterkan flota en lítinn og lítt vígbúinn landher. Chamberlain var enginn stríðshaukur, yfirlýsing hans um að tryggja landamæri Póllands hlýtur að hafa verið örvæntingarfull tilraun til að stöðva Hitler. Stríðsyfirlýsing hans við Þýskaland, 3.sept. 1939, mun hafa verið nógu þungbær þó að hann færi ekki líka í stríð við Sovétríkin.

Winston Churchill var allt annarar gerðar, hann hataði Hitler, þennan "lélega húsamálara"(Hann málaði myndir af húsum). Það er mín skoðun að Hitler hefði unnið stríðið við Rússa ef Churchill hefði ekki staðið með þeim. En hvað síðar hefði tekið við, það veit enginn. Ekki má gleyma því að Hitler var að verða Parkinson sjúklingur. Hefði honum tekist að kúga þjóðir Austur Evrópu undir "járnhæl" sinn?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.3.2022 kl. 13:53

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allar tölur varðandi orrustuna um Stalíngrad voru tíu sinnum stærri en samsvarandi töl8r um El Alamain.  Það blasti við að stíðið vannst eða tapaðist á austurvígstöðvunum.  

Ómar Ragnarsson, 7.3.2022 kl. 15:21

8 identicon

Í báðum tilfellum, fyrri of síðari heimstyrjöld" spilaðist eins illa úr upphafsstöðu og hugsast gat.  Guð forði okkur frá að staðan sem uppi er í dag spilist út í þá þriðju.  Þó er það ekki útilokað.  Mannskepnan hefur lítið vitkast.

Upphaf síðari heimstyrjaldar, þ.e.a.s. stríðsyfirlýsing Breta og Frakka, hefur oft verið afsökað með helförinni.  Sú afsökun gengur engan vegin upp þar sem að hún var ekki byrjuð og ekki einu sinni á teiknborðinu haustið 1939.

Pútín sýnist mér vera drullusokkur eins og Hitler var og báðir yfigangsmenn og í fullum órétti.  Hinsvegar er sýnt, í ljósi sögunnar, að stríð í nafni frelsis og mannúðar eru ekkert minna blóðug en önnur stríð.

purri (IP-tala skráð) 7.3.2022 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband