Ekki er fyrr búið kynna hugmyndir um að meira en tvöfalda núverandi rafmagnsframleiðslu hér á landi en birt er stórhuga áætlun um tíu gígavatta vindmyllugarð suðaustur af landinu sem tengdur yrði með sæstreng við Bretland.
Ef af slíku yrði myndi rafmagnsframleiðsla Íslands ekki bara meira en tvöfaldast, heldur meira en fimmfaldast.
Þegar talað er um sæstreng, er það alltaf í eintölu. En Sighvatur Björgvinsson sem var iðnaðarráðherra 1991 til 1995, fór í sérstaka ferð með sérfræðingum á embættistíð sinni til Bretlands til að kynna sér málið, og komst þá að því sæstrengirnir yrðu að minnsta kosti að verða tveir vegna seguláhrifa, en síðan yrði að tvöfalda þá tölu að minnsta kosti til að skapa svokallað "afhendingarörygggi."
Norðmenn hafa slíkt öryggi fólgið í því að frá landinu liggja nokkrir sæstrengir til annarra landa.
Á leiðinni til Íslands koma skip og flugvélar upp að suðausturlandi og enginn skyldi verða hissa þótt sæstrengir yrðu lagðir alla leið til Íslands; það handsöluðu forsætisráðherrar Íslands og Bretlands fyrir um átta árum og það er staðfastur draumur margra. .
Þótt nákvæm staðsetning hinna tryllingslegu vinmyllugarða liggi ekki fyrir, er þó langlíklegast, að í stað þess að Ísland rísi úr hafi eitt og allsráðandi í sjónmáli fyrir skipum og flugvélum á leið til landsins, yrði vindmyllugarðurinn risavaxni í forgrunni sem eins konar nýr landvættur eða tákn Íslands.
Og allan tímann yrði talað um að þetta væri gert fyrir afhendingaröryggi fyrir íslensk heimili.
Hvað nota þau mikla raforku nú?
5 prósent.
En hvað myndu íslensk heimili nota stóran hluta af 16 gígavöttunum?
Eitt prósent.
Engar rannsóknir á áhrifum vindmyllugarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.