15.3.2022 | 15:36
Andófsaðgerðir alltaf vandasamar.
Komið hafa fram bæði kröfur og tilmæli af ýmsu tagi um að skella öllu í lás varðandi samskipti Íslands og Rússlands.
Varasamt er að henda allar slíkar óskir á lofti, því að í raunveruleikanum eru margar af þessum ýmist illframkvænanegar, órökréttar eða fala í sér ósanngjarnan skaða hjá þeim sem aðgerðirnar framvæma.
Íslendingar létu teygja sig ansi langt 2014 þegar við urðum sjálfir fyrir margfalt meiri hlutfallslegum skaða af því að loka á viðskipti við Rússa en nokkur önnur þjóð í EES.
Nú er þess krafist að við slítum stjórnmálasambandi við Rússa, en í stöðunni gerir það ekkert nema að gera stöðu málsins verri.
Búið er að loka fyrir leyfi rússneskra skipa til að koma í íslenskar hafnir, en Norðmenn hafa hafnað slíkum aðgerðum með öllu, og fært að því rök að í fyrsta lagi sé aðgerðin hæpin lagalega og í öðru lagi myndi hún skaða fiskveiðar allra þjóða, sem eiga aðild að veiðum í Barentshafi.
Komi ekki til greina að loka á rússnesk skip | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef til vill verður þessi kaleikur tekinn frá okkur
Sænska ríkisútvarpið leiðir líkur að því að Rússland verði lýst gjaldþrota strax á morgun
Ef það verður þá verður ekki um nein viðskipti við rússneska ríkið að ræða
Ryssland väntas gå i konkurs | SVT Nyheter
Grímur Kjartansson, 15.3.2022 kl. 18:21
Mér finnst sjálfsagt að setja algert viðskiptabann á Rússa. Stundum kostar það peninga að vera almennileg manneskja.
Líklega er svo rétt, út af þjóðaröryggi, að vísa öllum Rússum úr landi. Og gera þá eigur þeirra upptækar.
Stefán (IP-tala skráð) 16.3.2022 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.