15.3.2022 | 21:26
Ólíklegt að Kína græði á því að ráðast á Tævan.
Það er 73ja ára gamall draumur ráðamanna Kína aðsameina Tævan meginlandinu. Ástæðan er sú að Tævan og meginlandið voru innan sama ríkis, þar til kommúnistar í Kína sigruðu í borgaarastríði við þáverandi æðstráðanda í Kína, Shang Kai Chek, formann þjóðernissinnaflokks landsins, og hrakti hann á flótta til Tævans.
Bandaríkjamenn höfðu stutt Kínverja í styrjöld þeirra við Japani 1937 til 1945 og studdu stjórn Shang Kai Cheks áfram, meðal annar með því sú stjórn færi með umboð Kína hjá Sþ og í öryggisráðinu þar.
Eitt af pólitískum afrekum Henry Kissingers, öryggismálaráðgafa Nixon, var að gangast fyrir ferð Nixons til Kína 1970 og friðmælast við Maó og Chou-En Lai utanríkisráðherra hans.
Farinn var vandrataður meðalvegur í samskiptum BNA og Kína eftir þetta, og enn standa tvær gagnstæðar yfirlýsingar Kína og Kana óhaggaðar; Kína stefnir að því að sameina Tævan og Kína, en Bandaríkjamenn hafa enn þá yfirlýsingu í gildi að verja Tævan, verði á eyjuna ráðist.
Þótt við fyrstu sýn virðist æ líklegra að Kína ráðist til atlögu, og fari í svipaðan leiðangur og Pútín í Úkraínu, Téténíu og Georgiíu, er þetta ekki svona einfalt.
Hér eru nokkrar ástæður fyrir hinu gagnstæða, að Kína muni forðast að flækja sig um of í deilur af þessu tagi eins og nú er komið málum:
1. Eins og hjá Rússum í Úkraínu geta áformin um glæsilegan sigur farið í vaskinn á þann hátt, að allir tapi á því stríði, ekkert síður Rússar en Úkraínumenn, sem eru þegar komnir með stríð, sem leiðir erfiðleika og tjón yfir báðar þjóðir.
Tævanir hafa staðið sig vel sem sjálfstæður aðili í alþjóðlegum viðskiptum og tækniframleiðslu, og eru samhentir í því að hafa hrundið þar í framkvæmd mjög tæknivæddu og vel reknu þjóðfélagi.
2. Kína verður að ráðast inn í Tævan af sjó, og á þá við mesta sjóveldi heims að eiga, og þegar litið er á vígstöðu flotanna andstæðu, sést, að Kanarnir eru með mun opnari og þægilegri vígstöðu. Það er þessi vígstaða sem Kanar reyna að halda með því að hamla sem mest gegn útþenslustefnu Kínverja á Suður-Kínahafi.
Tævanir hafa sýnt lægni í samskiptum sínum, bæði á sviði verslunar og tækni, og er þar um gríðarlega mikið fjármagn að ræða hvað snertir samskipti Kína og Tævan. Hvers vegna að hætta því og berast á banaspjótum?
Kínverjar hafa, þrátt fyrir stuðningsyfirlýsingu við Rússa, farið mjög varlega í því að flækja sig um of inn í gönuhlaup hans. Það bendir til þess að þeir stefni að því að komast í þá stöðu eftir Úkraínustríðið, að hafa í raun grætt á yfirvegaðri utanríkissstefnu og tekið endanlega og örugglega hlut Sovétríkjanna sálugu sem annað að tveimur risaveldum heimsins.
Hrædd um að Kína feti í fótspor Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar
Þarna er margt vel mælt sem vonandi gengur eftir. Það sem ég er hugsi yfir er Íslendingar með fasískar skoðanir skuli enn vera áberandi á netinu. Þetta á við um Pál Vilhjálmsson o.fl. - Hefðu stuðningsmenn Hitlers verið áberandi síðla árs 1939 í fjölmiðlum hér? Á stríðstímum gilda nýjar reglur. Um þá sem ganga erinda Pútíns og áður Hitlers og Stalíns eiga að gilda sömu reglur. Ekki satt?
Hvaða fjölmiðill treystir sér enn til að birta skrif fasistanna?
EINAR S HALFDANARSON (IP-tala skráð) 15.3.2022 kl. 22:02
Þetta finnst mér sennilegt allt samanm og skrifað af innsæi og rökhugsun studdri af söguþekkingu . Þá er ég að tala um skrif Ómars.
´En skil ekki hver hefur loksð hverju á Einar Svein og hversvegna?
Halldór Jónsson, 16.3.2022 kl. 00:06
Samkvæmt reglum um bloggið hér á blog. is eiga síðuhafar rétt á að eyða athugasemdum við skrif þeirra. Sðmuleiðis umsjónarmenn blaðsins með bloggsíðunum. Sumir leyfa engar athugasemdir og aðrir birta þær ekki án þess að hafa skoðað þær fyrst.
Nú sé ég að maður nokkur biður mig um að birta skrif sín til Páls Vilhjálmssonar á síðu minni, af því að "búið sé að loka á aðgang hans."
Það get ég ekki gert og brotið þannig gegn ritstjórnarrétti Páls. Ég hef því eytt athugasemdinni með þessari beiðni.
Ómar Ragnarsson, 16.3.2022 kl. 00:11
Ágætis pistill hjá þér Ómar, smásögu upprifjun í bókinni Sagan sem aldrei var sögð um Maó formann þá stefndi hann að heimsyfirráðum í nafni kommúnistans,sem betur fer tókst honum það ekki vegna ellihrumleika,hann drap eða lét drepa um sjötíu milljónir manns í menningarbyltingu sinni.Stalín lét drepa sjö milljónir af eigin þjóð,þessir gæðingar náðu sem betur fer ekki heimsyfirráðum eins og þeir stefndu að í lifenda lífi en þeirra mun verða minnst sem sem mestu slátrarar eigin þjóðar .þessir gaurar virðast vera fyrirmyndir Pútíns, vonandi kemst hann ekki í þá aðstöðu að framkvæma svipaðan gjörning.
Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 16.3.2022 kl. 10:00
Frá 1895 og þangað til Shang Kai Chek og liðsmenn hans tóku yfir Taiwan þá var eyjan undir stjórn Japan. En Kínverjar framseldu eyjuna til þeirra eftir ófarir í stríði.
Líklega Quing "dynasty" sem þar um ræðir, en ég man það þó ekki fyllilega.
G. Tómas Gunnarsson, 16.3.2022 kl. 13:05
Aðdáendur Hitlers heitins "rísa nú upp frá dauðum" sem aldrei fyrr.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.3.2022 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.