29.3.2022 | 15:27
Pútín ætlaði sér að "taka Kristján 10. á þetta," en hefur mistekist.
Diplómatisksar reglur og raunveruleikastjórnmál, (realpolitik), leika oft furðu stórt hlutverk í samskiptum þjóða í stríðsástandi, jafnvel þótt málsaðilr hafi notað hin verstu orð um mótherjana.
Þannig var það ætlun Þjóðverja í innrásinni í Danmörk og Noreg 9.apríl að ná strax valdi á ríkisstjórnum og þjóðhöfðingjum þessara landa um leið og höfuðborgirnar voru teknar, en það mistókst hvað Norðmenn varðaði, einkum vegna þeirra stóru mistaka að ætla að komast upp með það að beitiskipið Blutcher sigldi óáreitt um örmjðtt sund í Oslóarfirði framhjá fallbyssuvíginu Óskarsborg.
Þau mistök kostuðu á annað þúsund þýskra sjóliða lífið og notaðar voru til þess áttatíu ára gamlar prússneskar fallbyssur.
Fyrir bragðið varð yfirlýst stríðsástand á milli Þýskalands og Noregs sem entist öll stríðsárin, en Danmörk var hersetin án slíks.
Pútín ætlaði sér að "taka Kristján tínunda á þetta" í upphafi Úkraínustríðsins, en það hefur mistekist hingað til
Bandamenn bundust samtökum um það 1945 að því aðeins yrði samið um stríðslok við Þjóðverja að þeir gæfust upp skilyrðislaust.
Dönitz var Foringi Þýskalands við undirritun uppgjafarskilmála og fullgildur aðili, þótt hann væri flæktur í hópi þeirra stríðsglæpamanna, sem flestir forystumenn ríkisins voru.
Bandamenn gerðu það að skilyrði fyrir uppgjöf Japana síðar um sumarið að keisarinn yrði sviptur völdum.
Því miður gerðu ráðamenn meðal Bandaríkjamanna sér ekki grein fyrir því, að keisarinn var guðleg vera og ósnertanlegur í trúar- og þjóðarvitund Japana og valdaskipti hans því ekki aðeins óhugsandi í samningum við Japani, heldur beinlínis afar óskynsamleg.
Vegna þessa dróst því miður á langinn að finna lausn á þessu.
Við vopnahléssamninga gilda aðrar reglur en við friðarsamninga, og það má sjá á ýmsu þessa dagana í raunveruleikastjórnmálagerningum við vopnahlésviðræðum eins og því að Pútín dregur til baka kröfur um reka "nasíska" stjórnendur frá völdum og dregur herlið sitt eitthvað til baka um sinn, en á móti neyðist stjórn Úkraínu til að semja við mann, sem Bandaríkjaforseti hefur kallað stríðsglæpamann.
Viðræðurnar í dag marki stórt framfaraskref | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar,
Það er spurning hvort að eitthvað hafi ekki algjörlega mistekist hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum ???
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.3.2022 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.