31.3.2022 | 23:55
Það má nota Boeing 757 og BAE 146 á Reykjavíkurflugvelli.
Það er ekkert athugavert við það að nota Boeing 757 og BAE 146 á Reykjavíkurflugvelli þótt sú fyrrnefnda sé venjulega aðeins notuð í millilandaflugi.
Síðuhafi hefur meira að segja þrisvar verið farþegi í Boeing 757, sem notuð var full af farþegum í leiguflugi milli Reykjavíkur og Egilsstaða.
Sú flugleið var það miklu styttri en áætlunarflugleiðir Icelandair, að hægt var að vera með hana fullskipaða farþegum með því að hafa hana létthlaðna af eldsneyti.
Slíkt er ekki hægt nema vegna þess að vélin stenst allar kröfur um afkastagetu, brautanotkun og hávaða, sem gerðar eru á vellinum.
Reykjavíkurflugvöllur er meira að segja ómissandi varaflugvöllur fyrir 757 og 737 á fyllilega löglegan hátt.
Árum saman flaug færeysk fjögurra hreyfla þota af gerðinni BAE 146 með 88 farþegasæti til og frá Reykjavík í reglubundnu áætlunarflugi án þess að nokkur maður tæki sérstaklega eftir því, svo lágvær var hún og þurfti stutta braut.
Boeing-þota nýtt í innanlandsflug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það ná líka nota Reykjavækurdkugvöll langt um meira ef ekki væri fyrir þessa pólitísku mótsöðu
Halldór Jónsson, 1.4.2022 kl. 20:05
Að allar framskvæmddir séu bannaðar við byggingasr osfrv. er
óskiljankegur árangur vinstri meirihlutans og manna eins og Arnars Sigurðssonar arkiteksts sem vilja moka yfir völlinn án tillits til afleðinga
Halldór Jónsson, 1.4.2022 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.