1.4.2022 | 22:19
Orðið "lausnamiðaður" virðist lítt þekkt hjá Landsneti.
Árum saman hefur fréttaflutningur af línulögnum um landið fyrst og fremst birst í endalausum fréttum af því hvernig umhverfisverndar- og náttúruverndarfólk auk ýmissa landeigenda og sveitarstjórnarfólks stundi skaðlegt andóf við hina miklu og bráðnauðsynlegu sókn Landsnets til þess að reyra sem mest af landinu í net tröllaukinna raflína þvers og kruss um byggðir og óbyggðir.
Allan tímann hefur ríkt eins konar þráhyggja hjá Landsneti gegn því í leggja línur í jörð.
Þetta á við um allt höfuðborgarsvæðið og Suðurnes og nú hafa þeir hjá Landsneti endurnýjað tregðu sína við Akureyri eftir von hafði kviknað um að þar myndi það koma til greina að línan lögö í jörð á einum af viðkvæmustu köflum Blöndulínu 3.
Fyrir um áratug var gerð heimildarmynd um þrefið um Blöndulínu 3 og þar birtust þau vinnubrögð sem setja sífelt svip á stefnu Landsnets.
Eitt atriðið var það framtak Landsnets að láta gera fokdýra skýrslu, sem átti að sanna það hve lögn í jörð væri margfalt dýrari en loftlína.
Þegar talsmenn landeigenda vildu fá að sjá þessa skýrslu var því harðneitað.
Sem betur fór var hægt að nýta ákvæði upplýsingalaga til þess að skylda Landsnet til að afhenda eintak af skýrslunni.
Þá brá svo við skýrslan fokdýra og mikla fannst hvergi, hafði týnst og gersamlega gufað upp!
Jörðin verður óseljanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.