3.4.2022 | 17:39
Baby Yar, Katynskógur og Lidice.
Enn einu sinni hafa slóðir í Kænugarði komist í heimsfréttir fyrir voðaatburði í stríði.
Síðsumars 1941 umkringdu Þjóðverjar borgina og þá hálfa milljón hermanna Rauða hersins, sem þar voru, og svipað átti sér stað norðar á vígstöðvunum í Vyazma og Bryansk.
Stalin hafði fyrirskipað aðgerðina "Sviðna jörð" á undanhaldi Sovétmanna, en þess sáust samt ekki mikil merki í Kænugarði.
Þar völdu Þjóðverjar sér því hentugt húsnæði fyrir starfsmenn hers síns, grunlausir um það að á flúttanum höfðu heimamenn falið sprengiefni í þeim skrifstofum, sem þeim þótti líklegt að Þjóðverjar myndu vilja taka fyrir sig.
Síðan sprungu þessar skrifstofur í loft upp og fjöldi Þjóðverja fórst. Hefndaraðgerðir nasista voru greypilegar, og þúsundir gyðinga látnir grafa stór ílanga fjöldagröf, sem þeir voru síðan hraktir ofan í í hópum og skotnum. Alls 33 þúsund manns.
Þjóðverjar brugðist við á svipaðan hátt í Lidice í Tékkóslóvakíu síðar í stríðinu eftir að Heydrich hafði verið felldur í fyrirsát við Prag og allir íbúar þorpsins Lidice verið drepnir og þorpið brennt í hefndarskyni.
Þegar Þjóðverjar fóru í herför sína í Sovétríkjunum, fundust lík á 22 þúsund pólskra foringja í hernum og leyniþjónustumanna í fjöldagröf í Katynskógi, sem höfðu verið myrtir vorið 1940.
Þjóðverjar kenndu Rússum um, en Rússar reyndu að koma þessu yfir á Þjóðverja.
Um síðir þykir þó víst, að þarna hafi Rússar verið að verki. Sjálfur hafði Stalín staðið nokkrum árum fyrr fyrir hreinsunum í eigin her, svo að þetta kom kannski ekki svo mikið á óvart.
Sakar Rússa um þjóðarmorð í Bútsja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Þú hefur væntanlega líka haft í huga Dresden 13.-15. feb. 1945?
Þegar Bretar og Bandaríkjamenn gerðu sér það til skemmtunar
í stríðslok að tortíma þessari borg og eldstormarnir
sáu fyrir þeim 30-50000 manns er þar fórust.
Stríð útheimtir morðingja og eðli morðingjans og því er sama
hvert landið er tiltekið eða hverjir, - gætu allt eins verið þú og ég?
Sorry Stína! Þetta virðist búa með öllum þegar til á að taka.
Síðan eru haldin skríparéttarhöld eins og í Nurnberg, -
þar sem æfingar stóðu yfir í heila 3 mánuði áður en til þeirra var efnt.
Maðurinn lærir ekkert;stígur sitt eilífðarhjól og það sama gera næstu
kynslóðir, ekkert breytist nema fötin, innrætið fúið og feyskið!
Húsari. (IP-tala skráð) 3.4.2022 kl. 22:28
Í Sochi, við austanvert Svartahaf, bjó þjóð sem hét Sirkassar. Um miðja 19.öld komu Rússar og "fjarlægðu" hana. Þeir sem ekki voru drepnir voru reknir yfir til Tyrklands. Það voru ófagrar lýsingar af því í þættinum "Í ljósi sögunnar" siðast liðinn föstudag. Árið 2014 héldu Rússar þar vetrarólympíuleika.
Við þetta má svo bæra að á næstunni verður haldið HM í knattspyrnu í Qatar. Þar hafa vinnuþrælar unnið við að gera allt sem glæsilegast. Sagt er að þúsundir vinnuþræla hafi látið lífið við þetta verk.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 3.4.2022 kl. 22:34
Sæll Ómar.
Ný lína, nýr öxull, hefur verið dregin í núverandi heimsskipulag
sem nær þvert í milli Moskvu og til Peking.
Þetta eru hinar nýju átakalínur þar sem allt snýst um hvað
hinum nýju herrum þóknast næstu 20 árin.
Hin þjáða, lúna og gamla Evrópa er ekki orðin annað
en nýlenda í höndum þessara afla sem munu mergsjúga
hana svo sem þeir hafa gert seinust 2 árin.
Bandaríkin og NATÓ í heild sinni fara ekki varhluta af þessu en afl þeirra
er lítið og önd þess einskis virði nema til að gegna þrælshlutverki sínu.
Allt er þetta að gerast í rauntíma og menn munu sjá og reyna á sjálfum sér
að stærsta herveldi sögunnar verður komið á knén með því að dollarinn
fellur og fer í sögulegar lægðir enda ekki við örðu að búast en mýsnar leiki
sér meðan kötturinn er úti.
Þegar eygja menn þessa þróun og nánast að segja allir markaðir vaktaðir
dag sem nátt. En það kemur fram sem ætlað er hversu mjög sem reynt er til
að verjast því.
Á meðan Róm brennur má búast við því að menn vakni illþyrmislega
þegar það blasir við að dagar víns og rósa voru aldrei neitt annað
og enn eitt "slysið" líklegt til að fylgja kjölsogi kínversku
drápspestarinnar.
Flestir gera góðlátlegt grín að frásögunni um Nóa og örkina.
Þegar haft er í huga að jörðin hefur verið til í 4.42 billjónir ára
þá er öruggt að sú sama jörð hefur mátt þola skakkaföll á þeirri leið.
Nei, þar koma heilagsandahopparar og loftslagsviðundrin ekki við sögu!
Á miðöldum vissu menn þegar að jörðin hefur sitt eigið skipulag til
að viðhalda jafnvægi sínu og þótti hvorki flókið né óskiljanlegt.
Bókmenntafræðingur skrifaði fyrir næsta heilli öld að menn hefðu fundið
sér nýjan guð sem væri náttúran.
Hann var í engum færum með að nefna þau hugtök sem nú eru notuð til
að dýrkendur þessir fái notið gæða sinna.
Það voru tveir prestar sem hófu það starf sem seinna var til
að gera flesta nafnkrista því þeir gerðu sér lítið fyrir og strikuðu út
úr Helgakveri (til fermingarundirbúnings) kenninguna um helvíti
og síðan hefur fjandinn og árar hans skakað öllum dindlum, svartadauða og vindlum.
Helvíti loftslagshopparanna er hins vegar einhver algerlega óskilgreind vá er vofir yfir öllu og öllum alla daga.
Yfirleitt lifa menn helvíti á jörðu niðri og óþarft að hóta þeim öðru
eða að þeir brenni þessa heims og annars.
Telja má fullvíst að heimsskipulag hið nýja sem mun einkennast
af endalausum biðleikjum og varnartaktík muni líða undir lok um 2045
eftir að kjarnavopnum verður að lokum beitt og sjá jörðin verður reyndar ekki
auð og tóm en gæti um margt líkst frásögunni um Nóa og örkina góðu.
Húsari. (IP-tala skráð) 4.4.2022 kl. 05:03
"Babi Yar" er það.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2022 kl. 05:25
Sagt var,friður sé með yður.Það er engin tilviljun að menn sögðu svo.Flest
mannleg vandamál svo sem fátækt óréttlæti og loftslagsvandamál myndu stór-
minnka ef við einbeittum okkur að friðsamlegri sambúð.
magnús marísson (IP-tala skráð) 4.4.2022 kl. 15:46
Áður hefur verið fjallað um Dresden 1945, Hamborg 1943, Belgrad 1941 og Guernica 1937 sem stríðsglæpi, og er Hamborg langstærst með 42 þúsund drepna, sem er álíka fjöldi og í Nagasaki.
Fyrsta loftárás sögunnar á alsaklaust fólk var árás þýskra véla á almenna borgara nálægt Folkestone í Englandi.
Ómar Ragnarsson, 4.4.2022 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.