Aukin umferð og byggð kalla á fjölgun snjóflóðaslysa. Tveir fórust á Auðnum ´53.

Þegar farið var að kanna betur hin skæðu snjóflóð, sem urðu hér á landi á árunum 1974 til 1996 kom í ljós, að víðast hvar féllu þau á stöðum, þar sem ekki hafði áður verið byggð og þess vegna engar heimildir um snjóflóð fyrri alda, sem þar höfðu fallið. 

Þó kom í ljós sú setning í jarðabók um Súðavík, að þar væri sauðfé hætt við flóðum. 

Síðasta snjóflóð á Flateyri leiddi í ljós að stórlega skorti á að unnið væri semkvæmt áætlun við snjóflóðavarnir.  

Svipað getur líka verið raunin á svæðum þar sem er margfalt meiri umferð fólks en áður var, svo sem vegna stórvaxandi ferðamennsku og aukinnar skíðaiðkunar utan byggða og í óbyggðum. 

1953 féll snjóflóð á bæinn Auðnir í Svarfaðardal og fórst tvennt af fjórum manneskjum, sem á bænum voru.   


mbl.is Mennirnir bandarískir útivistarkappar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband