20.4.2022 | 13:46
MiG-21 hefur flogið síðan 1957 og MiG-29 síðan 1977.
Orrustuþoturnar, sem nú er verið að senda frá NATO löndunum Póllandi og Rúmeníu til Úkraínumanna, eiga uppruna sinn frá Sovétríkjunum sálugu og flaug MiG-21 fyrst 1957 og hlaut meiri útbreiðslu en nokkur önnur orrustuþota.
Ástæðan var sú að þetta var alveg einstaklega öflug þota miðað við lágt verð, ódýrt viðhald og auðvelda stjórnun á flugi.
MiG - 29 kom fram tuttugu árum síðar en munurinn á vélarafli, hraða og fluggetu var aðeins um 10 prósent.
Fyrrum Varsjárbandalagsþjóðir fengu þessar þotur frá Sovétríkjunum, og eftir að þessi leppríki Sovétríkjanna urðu NATO þjóðir var hagkvæmast og þægilegast, bæði rekstarlega og varðandi þjálfun og færni flugmanna og annarra, sem sáu um þoturnar, að nota þær áfram.
Það verður sérkennilegt fyrir rússneska hermenn í bardögum við úkraínska að verða fyrir barðinu á rússneskum orrustuþotum í höndum andstæðinganna.
10 óvinir á móti hverjum úkraínskum hermanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Omas, hvernig endar Úkraínusríðið heldur þú?
Hvað´kostar hetjuleg vörn Zelenskysss mörg mannslíf á mánuði?
Halldór Jónsson, 20.4.2022 kl. 21:11
Hver er landakrafa Rússa?
Vilja þeir bara áframhald stríðsins við Azovhaf sem staðið hefur árum saman?
Halldór Jónsson, 20.4.2022 kl. 21:13
Pútín sagði í kvöld að stefna sín snerist eingöngu um austur og suðausturhluta Úkraínu að Krímskaga meðtöldum. Það þarf ekki annað en að líta á kortið til að sjá, að þetta snýst að stórum hluta um það að Rússland eigi viðunandi aðgang að Svartahafi og að meirihluta strandarinnar þar.
Sama "tveggja hafa hugsun", (Eystrasalt-Svartahaf), virðist liggja að baki hótunum Pútíns varðandi þjóðirnar við Eystrasalt ef þær ætla að breyta öryggis- og valdahlutföllum þar með því að ganga í NATO.
Líklegast er að Pútín muni ekki hætta hernaðinum fyrr en hann hefur í hendi samkomulag um skiptingu Úkraínu þar sem Rússland fái nógu stóran eystri hluta í sinn hlut, annað hvort með beinni innlimun í Rússland eða með "sjálfstæði" Donbass.
Samt er líklegast þegar litið er á hlutföll herbúnaðar Rússa og Úkraínumanna muni Rússar eiga sigurmöguleika, en ef það fer þannig, verður það afar dýrkeyptur sigur í bráð og lengd fyrir Rússa.
Ómar Ragnarsson, 20.4.2022 kl. 21:55
'eg er sammála þessu.
Halldór Jónsson, 21.4.2022 kl. 13:51
Zelenskyy ver'ður að semja um þetta
Halldór Jónsson, 21.4.2022 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.