Hitler fagnaði því að þýski herinn hefði tekið Stalingrad haustið 1942.

Umsátur í hernaði og herkví eru ævinlega dramatísk fyrirbrigði og verða oft fræg. Sem dæmi má nefna umsátrið um Massada í sögu Gyðinga, umsátrið um Borgarvirki úr Íslendingasögunum og  umsátrin um Leningrad, Demyansk, Sevastopol og Stalingrad í Seinni heimsstyrjöldinni. 

Sókn 6. hersins til Stalingrad haustið 1942 gekk nógu vel til þess, að Hitler lýsti því yfir eftir að her hans hafði komist að Volgubökkum og króað liðsmenn Rauða hersins inni í þessari verksmiðjuborg, að þar hefði unnist mikill sigur. 

Hann fagnaði þessu og gaf út þá yfirlýsigu að Stalingrad væri fallin "að undanteknum örfáum afmörkuðum smáblettum."  

Sunnar var stóra sóknin 1942 komin til Grosny langleiðina til olíulindanna við Kaspíahaf og her Rommels var kominn inn í Egyptaland í seilingarfjarlægð við Kaíró og Súezskurðinn. 

En 8. nóvember gerðu Bandamenn innrás í Norður-Afríku úr vestri og sóttu til austurs. Skömmmu síðar tapaði Rommel orrustinni um El Alamain, og í janúarlok gafst von Paulus upp í Stalingrad eftir vel heppnaða brellu Rússa, sem lokuðu 6. herinn inni með tangarsókn. 

Þarna gafst upp 300 þúsund manna her og aðeins örfá þúsund liðsmannanna lifði stríðið af. 

Það væri freistandi að vonast til þess að yfirlýsingar Pútíns um allsherjar sigur Rússa í Maríopol með aðeins eina verksmiðju ótekna væru af svipuðum toga og keimlík yfirlýsing Hitlers á sínum tíma varðandi Stalingrad. 

En líkurnar eru því miður nær engar.

Það er enginn óvígur stórher Úkraínumanna að koma á vettvang til að breyta stöðunni yfir í innikróun rússnesks hers. 

Stalingrad var mikilvæg iðnaðarborg og Maríopol er það líka. Báðar lagðar í rústir í stórorrustum. 

Mariopol hefur lykilstöðu fyrir þá fyrirætlan Rússa að leggja undir sig svo stóran hluta af austanverðri Úkraínu að Rússar fái og haldi öflugri fótfestu á meirihluta strandarinnar við Svartahaf.  


mbl.is Fagnaði „frelsun“ Maríupol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

rússneski björninn er svo hræðilegs miklu stærii en þýski örn Adolfs að þeð er enginn leið nema að semja

Halldór Jónsson, 21.4.2022 kl. 22:05

2 identicon

Víetnam og Afghanistan sönnuðu að stærð herja skapar ekki sjálfkrafa sigur í stríði þó einhverjar orrustur vinnist. Og það semur enginn ósigraður um skilyrðislausa uppgjöf. Jafnvel þó einhver Íslenskur hægrimaður vilji endilega gefa Putin sem mest og gera honum verkið auðvelt. Hitler bauð Bretum frið þegar hann hafði sigrað Frakka. Mannvinurinn Halldór "sendum alla flóttamenn strax heim til sín" Jónsson hefði sagt "Já takk, endilega, þeð er enginn leið nema að semja."

Vagn (IP-tala skráð) 22.4.2022 kl. 02:55

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Söguskýring með öfugum formerkjum.?

1942 var Þýskaland Nazista bandalag margra þjóða í heiminum sem  virtist stefna á heimsyifirráð (Svipað og EU-NATO í dag). Nasistar voru í raun fjölþjóðlegt innanrásarlið með mikið pólítis kapital og Rússar voru stóra þjóðin með mikinn mannafla og auðlindir að vopni eins og núna. Innrásin mætti lítilli mótstöð í vestur Ukrainu enda mikið fylgi við Nazisma þar sem og núna við (EU-NATO). 

Guðmundur Jónsson, 22.4.2022 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband