28.4.2022 | 22:12
1973: "Vestmannaeyjar skulu rísa!".
Þegar útlitið var svartast fyrir Vestmannaeyinga í gosinu 1973 var haldinn eftirminnilegur umræðufundur í sjónvarpinu um málið.
Meðal þátttakenda var Ólafur Jóhannesson, þáverandi forsætisráðherra og hafði sig ekki mikið í frammi lengi vel meðan aðrir þátttakendur fóru mikinn í bollaleggingum um nýja og stóra höfn i Mýrdal þar sem einnig gæti risið byggð fyrir íbúana.
Það yrði hugsanlega eina leiðin til þess að tryggja hafnaraðstöðu á Suðurlandi með útgerð og margvíslegum umbótum, iðnaði og þjónustu, sem slíkri höfn fylgdi.
Þegar þessi umræða stóð hvað hæst kom að því að spyrja forsætisráðherr álits.
Þá brá svo við að Ólafur rétti úr sér og sagði með svo mkilum mydduleika, að málið var ekki rætt frekar. "Vestmannaeyjar skulu rísa!"
Athuga möguleika á hafnargerð í Mýrdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki nóg fyrir erlenda auðjöfra að leggja undir sig Ísland, þeir vilja beinlínis flytja það á brott!
Gunnar Heiðarsson, 28.4.2022 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.