29.4.2022 | 16:36
Þegar rómað "pennastrik" klikkaði alveg.
Upphaf óðaverðbólgu hér á landi má rekja til áranna 1941-42, þegar uppgangurinn vegna hernáms Breta ól af sér langmestu verðbólgu, sem hér hafði áður birst.
Þá lýstu margir yfir þungum áhyggjum af dýrtíðinni og öðrum afar slæmum fylgifiskum verðbólgunnar, sem sýndist ætla að verða óviðráðanleg næstu árin að minnsta kosti á meðan stríðsgríðinn brenglaði allt hagkerfið.
Þegar umræðum um þetta stóð einna hæst sagði Ólafur Thors, sem var ráðherra í ríkisstjórn allt til hausts 1942 og forsætisráðherra 1942, að menn ofmætu algerlega mátt verðbólgunnar; það væri hægt að slá hana niður í einu höggi með einu pennastriki.
Ólafur varð aftur forsætisráðherra haustið 1944 og var oft minntur "pennastrkið" eftir það á þeim árum allt fram á sjöunda áratuginn, því að í ljós kom að hann hafði stórlega vanmetið verðbólguvandann.
Verðbólguvandinn varð meira og minna fylgifiskur allra ríkisstjórna frá 1942 til 1990 eða í um hálfa öld, og verðbólgan sló meira að segja í 100 prósent vorið 1983!
Hollt gæti verið að hafa þetta í huga núna, þegar sumir gera lítið úr verðbólgunni.
Stjórnvöld hafi misst tökin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.