Kemur ekki á óvart ef miðað er við hvernig embættisveitingin var.

Flest í kringum það þegar Donald Trump skipaði hina hægri sinnuðu dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna var þess eðlis, að í raun ætti engum að koma það á óvart sem nú er að gerast á þeim vettvangi. 

Trump leit viðfangsefni sitt alveg nýjum augum varðandi það, að vegna þess hve mikilfenglegur hann væri, væri það fullkomlega eðlilegt að að hann veldi dómarana á þann hátt, að þeir yrðu honum sem allra þóknanlegastir í hvívetna. 

Trump afrekaði það meira að segja að láta viðkomandi dómara stilla sér þannig upp við hliðina á sér að það sæist langar leiðir og heyrðist líka, að dómarinn ætti Trump allt að þakka og skuldaði honum djúpa þökk og þýlyndi. 

Raunar er það fyrirkomulag að stjórnmálamaður skipi hæstaréttardómara beint oft ávísun á vandræði. 

Nema fyrir mikilmennið Trump, sem gumaði af sinni afburða embættisveitingu. 


mbl.is Viðsnúningurinn endurspegli gliðnun í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ekki tilkomið með Trump að forsetar skipi dómara sem eru sammála þeim í pólitík. Það ættu nú fyrrum fréttamenn að vita manna best.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.5.2022 kl. 22:44

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Svona er skipað í Hæstarétt Bandaríkjanna en áður fara fram harðar yfirheyrslur í Bandaríkjaþingi. Athygli vakti að nýr hæstaréttadónari, skipaður Joe Biden gat ekki skilgreint hvað kona er!

Einnig vakti athygli gegnumgangandi vægir dómar hennar gegn barnaníðingum í gegnum í, allir við lágmarks refsingu. Þessi dómari er nú orðinn hæstaréttadónari til lífstíðar.

Kemur ekki á óvart ef miðað er hvernig embættisveitingin var.

Birgir Loftsson, 4.5.2022 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband