Þegar litið er á það hve stór hluti af íslenskri byggð og atvinnustarfsemi er á Reykjanesskaga er það ekki bara fróðlegt, heldur getur það beinlínis haft áhrif á skipulag og framkvæmdir á þessum mikilvægasta hluta landsins, eins og nú standa sakir.
Í byggðakosningunum núna er til dæmis mikið rætt um Hvassahraunsflugvöll, sem sumir hafa gert að einskonar trúaratriði hvað varðar það að hann skuli gerður.
Það segir sitt að nafn flugvallarstæðisins er með orðmyndinni "hraun" og að næsta nágrenni hans eru bæði eldstöðvar og hraun, sem létu til sín taka fyrri eldgosahrinum á skaganum, eins og tiltölulega nýrunnin hraun eru í næsta nágrenni hans.
Eina flugvallarstæðið, þar sem er enginn hætta á slíku, er núverandi Reykjavíkurflugvöllur, og Keflavíkurflugvöllur er aðeins um tíu kílómegra frá nýrunnu hrauni úr meira en tíu kílómetra gígaröð, Eldvörpum.
Gas olli líklega landrisinu 2020 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Núverandi Reykjavíkurflugvöllur verður, eins og vitað hefur verið og stefnt að í áratugi, lagður niður. Þó einhverjir gallar finnist á öðrum mögulegum framtíðar flugvallarstæðum þá breytist það ekkert. Og náist ekki samkomulag um neitt nýtt flugvallarstæði þá einfaldlega flyst flugið til Keflavíkur. Valið stendur bara um þessa tvo kosti, nýr flugvöllur eða Keflavík.
Keflavíkurflugvöllur er í um tíu kílómetra fjarlægð frá nýrunnu hrauni og Reykjavíkurflugvöllur er í um átta kílómetra fjarlægð frá nýrunnu hrauni. Það gæti gosið í nágrenni beggja á næstu 500 árum og er ekki stór galli. Auk þess sem Keflavíkurflugvöllur og Hvassahraun eru ekki í mýri og standa hærra, sem er kostur komi til hækkunar sjávarborðs eins og spáð er. Og sumir telja flugumferð yfir þéttbýli, á hættulegasta hluta flugs, vera ókost.
Vagn (IP-tala skráð) 6.5.2022 kl. 03:02
Það er grundvallarmunur á staðsetningu Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvöllur hvað snertir hættu á að hraunstraumar eða öskufall nái þangað, vegna landslags hvað snertir raunrennsli og fjarlægðar hvað snertir öskkufall úr gosi í sjó undan Reykjanestá.
Eldstöðin, sem Eldvarpahraun rann úr, er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli.
Þær eldstöðvar sem eru næst Reykjavíkurflugvelli, eru Búrfellsgjá, í um 15 km fjarlægð, en eftir tilkomu hins mikla Hjallamisgengis getur hraun austan þess misgengis ekki runnið í átt til Reykjavíkur.
Síðan eru gígar í Bláfjöllum sem eru rúmlega 20 km frá Reykjavíkurflugvelli, en hraun frá þeim hefur að vísu komist niður í Elliðavog, og nýtt hraun myndi einungis framlengja það hraun, ef það yrði lengra.
Ómar Ragnarsson, 6.5.2022 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.