Rússar afvopnuðu Úkraínumenn að miklu leyti þegar Sovétríkin féllu.

Þegar Sovétríkin féllu og fyrrum sovétlýðveldi fengu sjálfstæði hvert um sig, áttu Úkraínumenn þriðjung af öllum kjarnorkuvopnum Sovétsins og hernaðarflugvélarflota upp á meira en hundrað stórar sprengjuflugvélar og orrustuflugvélar. 

Rússar fengu því framgengt að Úkraínumenn eyddu öllum kjarnorkuvopnunum og ýmist afhentu Rússum sprengjuflugvélaflotann, sem var búinn stórum og hrapskreiðum þotum, auk þess sem stórum hluta herflugvélaflotans var fargað. 

Þetta er ein ástæða þess, hve illa Úkraínumenn voru búnir til þess að verjast flugflota Rússa í innrás þeirra inn í Úkraínu 24. febrúar 2022, þar sem þeir höfðu fyrir bragðið yfirburði í lofti. 

Þessi hróplegi munur varð líka til þess að Rússar og umheimurinn bjuggust við því að í krafti algerra yfirburða í lofti myndi það taka aðeins nokkra daga fyrir rússneska herinn að taka Kænugarð og ná mestallri Úkraníu á sitt vald. 

Og þetta var líka helsta ástæða þess, hve oft og mikið Úkraínumenn sárbáðu Vesturveldin um að senda sér orrustuþotur og herflugvélar. 

Úkraínumenn höfðu fórnað helsta sóknarmætti hers síns til þess að egna hvorki né ógna rússneska birninum á nokkurn hátt. 

Á móti kom, að Úkraínumönnum tókst að nota sem best ýmsar varnaraðferðir og varnarvopn, sem komu Rússum á óvart og slógu þá út af laginu.   


mbl.is 20 milljarða hernaðaraðstoð til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er öruggt að úkraína hafi ekki haldið einni eða tveimur kjarnorkuflaugum eftir sem gætu komið putin-viðbjóðnum í koll?

Bjarni (IP-tala skráð) 8.5.2022 kl. 14:34

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Einfeldningarnir sem eru alltaf að segja að Úkraín hafi gert svo mikið til að ögra Rússum og með því orsakað þessa innrás, ættu að lesa þessa færslu. Þeir gætu slysast til að læra eitthvað.

Theódór Norðkvist, 8.5.2022 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband