Aðkallandi "innviða"mál að slá í klárinn við hleðslustöðvarnar.

Líklega er skortur á hraðhleðslustöðvum helsti dragbítuinn í rafvæðingu bílaflotans.

Nú má að vísu sjá tvenns konar framkvæmdir í gangi sem eru dæmi um orkuskiptin, annars vegar hraðhleðslustöðvar á lóðum Húsasmiðjunnar og hins vegar lokun bensínstöðvar við Fellsmúla.

En betur má ef duga skal.  

Líkt og var á tímum mikillar fjölgunar eldneytisknúinna bíla  eftir 1950 er nú í gangi tilhneiging til stækkunar á hreyflum og orkugeymum rafbíla sem kallar eitt og sér á aukin afköst hreðslustöðva í viðbót við fjölgun bílanna.  


mbl.is Hraðhleðsla á lóðum Húsasmiðjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Annar meiriháttar dragbítur eru svokallaðar "vegalengdir" en þær munu fyrirfinnast á dularfullum og ógnvekjandi slóðum sem Reykvíkingar tala eingungis um í myrkum skúmaskotum, þar sem heyrist ekki til þeirra, enda getur það hrætt mjög úrkynjað fólk, og eru kallaðar: "Landsbyggðin."

Innan Reykjavíkur er þetta non-issu, ekkert vandamál.  Ekki eftir að venjulegir rafbílar fóru að komast 100+ kílómetra.  Venjulegur Reykvíkingur þarf ekki að komast lengra, nema hann vinni á Selfossi eða eitthvað.

Svo er lika annar, dularfullur hópur manna sem þvælist mikið fyrir rabfílavæðingu, og að eru láglauna-verkamenn.  Þeir hafa ekkert efni á einhverjum rándýrum bíl.  Þeir þurfa kannski bíl, en þeir hafa bara 500K til þess, en ekki 5 milljónir.

Fólk sem hefur efni á rafbíl hefur efni á sinni eigin hleðzlugræju.

Þetta þarf ekki að vera vandamál.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.5.2022 kl. 20:08

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þétting byggðar og engin bílastæði
svo allir verða að treysta á að geta komist að á hraðhleðslustöðinni
þegar þess er þörf að þeirra mati

Grímur Kjartansson, 12.5.2022 kl. 23:15

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rafbílar þurfa bílastæði alveg eins og aðrir bílar. 

Ómar Ragnarsson, 14.5.2022 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband