13.5.2022 | 20:12
Flott auglýsing í keppni við villtustu James Bond myndirnar.
Kynning Land Rover á nýjasta 510 hestafla Range Rover Sport var flott kvikmynda- og auglýsingagerð að öllu leyti, allt frá brjálæðislegum brellum til afar skemmtilegrar frammistöðu þeirra sem komu fram.
En þeim sem hafa farið um svæðið við Kárahnjúka, þar sem sýingarbíllinn var látinn sýna hvers hann var megnugur, varð ljóst frá fyrstu mínútum til hinna síðustu hve fjarstæðukennd flest atriðin voru.
Þegar Range Roverinn var látinn klifra upp stórgrýtið í norðurhlið Kárahnjúkastíflu á næfurþunnum "low profile" dekkjunum og rúlla botni Hafrahvammagljúfurs upp á ofsahraða fer samt ákveðinn aulahrollur um hvern þann, sem vill sjá örla eitthvað á sennilegum kúnstum.
Nýr Range Rover Sport við Kárahnjúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.