18.5.2022 | 15:12
Sjónarsviptir að Halldóri.
Það er saknaðarefni að Halldór Jónsson skuli nú horfinn á vit feðra sinna, ekki hvað síst vegna þess skarðs sem hann skilur eftir sig hjá bloggurum.
Þrátt fyrir skoðanamun um margt var alla tíð kært á milli okkar, enda lágu leiðirnar víða saman þar sem vinátta átti góðan jarðveg.
Með þökk fyrir nána samfylgd hér á blogginu og samúðarkveðjum til hans nánustu.
Andlát: Halldór Jónsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar; sem og aðrir gestir, þínir !
Tek undir; samúðarkveðjur þínar, til fjölskyldu Halldórs.
Halldór; var einn minna beztu spjallvina á blog.is, þá síða mín (svarthamar)var hjer á vef, árin 2007 - 2015.
Gegnheill; og sjálfum sjer samkvæmur í hvívetna, þó oft sköruðuzt leiðir okkar hugmyndafræðilega, en meðal hans skemmtilegustu innleggja hans í þjóðmálaumræðuna var útgáfa ársrits hans Sámur fóstri, hvert hann póstlagði til mín, um nokkurra ára bil.
Einn þeirra mætu samtímamanna okkar; sem mikil eftirsjá er að.
Mbkv. /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.5.2022 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.